Beint á efnisyfirlit síðunnar

Taastrup open 2025

13.05.2025 

Framtíðarhópur Sundsambands Íslands ásamt sundfólki úr unglingalandsliði SSÍ fór til Danmerkur um síðustu helgi og keppti á Taastrup Open í Taastrup.

Mótið er stórt á íslenskan mælikvarða og hlutarnir langir. Mótið er liður í því að veita upprennandi sundfólki tækifæri til að keppa erlendis og öðlast dýrmæta reynslu.

Alls voru 18 sundmenn í hópnum, frá sex félögum: Breiðabliki, SH, ÍRB, ÍA, Ægi og Ármanni.

Keppt var í úrslitum 16 ára og eldri, 14-15 ára flokki og 13 ára og yngri og fengu flestir Íslendingarnir tækifæri til að synda til úrslita í einni eða fleiri greinum.

Hópurinn nældi sér í 17 verðlaun á mótinu, 5 gull, 7 silfur og 5 brons, þar af ein gullverðlaun í blönduðu 4x100 m skriðsundsboðsundi.

Einnig setti Alexander Ari Andrason mótsmet í 50 m flugsundi í sínum aldursflokki (14-15 ára).

Með hópnum voru fararstjórarnir og þjálfararnir Bjarney Guðbjörnsdóttir, Daníel Lúkas Tómasson og Hilmar Smári Jónsson

Til baka