Beint á efnisyfirlit síðunnar

Framtíðarhópur SSÍ keppir á Taastrup Open í Danmörku

09.05.2025

 

Framtíðarhópur Sundsambands Íslands er þessa helgi við keppni á Taastrup Open í Danmörku. Hópurinn hélt utan í gær fimmtudag og hófst keppni í dag, föstudag, kl. 16:30 að staðartíma. Mótið stendur fram á sunnudag og er liður í því að veita upprennandi sundfólki tækifæri til að keppa erlendis og öðlast dýrmæta reynslu.

Alls eru 18 sundmenn í hópnum, frá sex félögum: Breiðablik, SH, ÍRB, ÍA, Ægi og Ármanni.

Með hópnum eru fararstjórarnir og þjálfararnir Bjarney Guðbjörnsdóttir, Daníel Lúkas Tómasson og Hilmar Smári Jónsson.

Við óskum hópnum góðs gengis og hlökkum til að fylgjast með þeim um helgina.

 

Hægt er að fylgjast með úrslitum  hér

Streymi frá mótinu : hér

Til baka