Vel heppnaður æfingadagur framtíðarhópsins fór fram 1. Maí
02.05.2025Vel heppnaður æfingadagur framtíðarhópsins fór fram 1. Maí
Æfingadagur framtíðarhóps Sundsambands Íslands fór fram í gær fimmtudaginn, 1. maí og tókst einstaklega vel. Alls tóku 32 upprennandi sundmenn þátt í deginum ásamt sjö þjálfurum frá sjö mismunandi félögum.
Markmið æfingadaganna er að fræða og hvetja ungt sundfólk til dáða, efla metnað og liðsheild og stuðla að góðum tengslum milli sundmanna.
Dagskrá dagsins var fjölbreytt og skemmtileg. Hún innihélt eina sundæfingu, þrjá fræðandi fyrirlestra og hópefli. Einnig var boðið upp á sérfyrirlestur fyrir foreldra.
Fyrirlesarar dagsins voru:
• Eyleifur Jóhannesson, sem fór yfir landsliðskerfið og komandi verkefni. Hann sýndi einnig myndbönd og fjallaði sérstaklega um mikilvægi þess að bæta sundtækni á fótum.
• Ragnheiður Ragnarsdóttir, fyrrverandi landsliðskona og Ólympíufari, sagði frá sínum ferli og sýndi myndir frá sundferli sínum.
• Sigurður Örn Ragnarsson ræddi næringu og mikilvægi hvíldar út frá eigin reynslu. Hann deildi persónulegum lærdómi og því sem hann myndi gera öðruvísi ef hann byrjaði upp á nýtt í dag.
Sérstakar þakkir fær þjálfarahópurinn sem tók þátt í deginum:
Berglind Ósk (Ægir), Bjarney (ÍA), Birgitta Lind (UMFA), Daníel Lúkas (SH), Hilmar Smári (Breiðablik), Juan Carlos (Ármann) og Sveinbjörn Pálmi (ÍRB).
Þjálfararnir stóðu sig með mikilli prýði og lögðu sitt af mörkum til þess að gera daginn að frábærri upplifun fyrir sundfólkið.
Til bakaÆfingadagur framtíðarhóps Sundsambands Íslands fór fram í gær fimmtudaginn, 1. maí og tókst einstaklega vel. Alls tóku 32 upprennandi sundmenn þátt í deginum ásamt sjö þjálfurum frá sjö mismunandi félögum.
Markmið æfingadaganna er að fræða og hvetja ungt sundfólk til dáða, efla metnað og liðsheild og stuðla að góðum tengslum milli sundmanna.
Dagskrá dagsins var fjölbreytt og skemmtileg. Hún innihélt eina sundæfingu, þrjá fræðandi fyrirlestra og hópefli. Einnig var boðið upp á sérfyrirlestur fyrir foreldra.
Fyrirlesarar dagsins voru:
• Eyleifur Jóhannesson, sem fór yfir landsliðskerfið og komandi verkefni. Hann sýndi einnig myndbönd og fjallaði sérstaklega um mikilvægi þess að bæta sundtækni á fótum.
• Ragnheiður Ragnarsdóttir, fyrrverandi landsliðskona og Ólympíufari, sagði frá sínum ferli og sýndi myndir frá sundferli sínum.
• Sigurður Örn Ragnarsson ræddi næringu og mikilvægi hvíldar út frá eigin reynslu. Hann deildi persónulegum lærdómi og því sem hann myndi gera öðruvísi ef hann byrjaði upp á nýtt í dag.
Sérstakar þakkir fær þjálfarahópurinn sem tók þátt í deginum:
Berglind Ósk (Ægir), Bjarney (ÍA), Birgitta Lind (UMFA), Daníel Lúkas (SH), Hilmar Smári (Breiðablik), Juan Carlos (Ármann) og Sveinbjörn Pálmi (ÍRB).
Þjálfararnir stóðu sig með mikilli prýði og lögðu sitt af mörkum til þess að gera daginn að frábærri upplifun fyrir sundfólkið.