Flottur morgun á HM25 í dag
12.12.2024
Vala Dís Cicero stakk sér fyrst í sundlaugina á HM25 í morgun þegar hún synti 100m fjórsund.
Hún bætti tíma sinn um tæpa sekúndu síðan á ÍM25 í nóvember. Hún synti á 1:03,06, en gamli tími hennar var 1:03,94, flott bæting hjá Völu sem varð í 29. sæti.
Einar Margeir Ágústsson synti einnig 100m fjórsund í morgun þegar hann synti á tímanum 54,36 sem er nákvæmlega sami tími og hann á. Einar varð í 20 sæti í greininni.
Mótið heldur áfram hjá okkar fólki í fyrramálið þegar við tökum þátt í boðsundi, 4x50m skriðsundi með blandaða sveit. Síðan mun Einar Margeir Ágústsson synda 200m bringusund og Birnir Freyr Hálfdánarson synda 100m flugsund.