Beint á efnisyfirlit síðunnar

Guðmundur Leo í undanúrslit á EMU í dag

04.07.2024

 

Guðmundur Leo Rafnsson synti í morgun á Evrópumeistaramóti unglinga 200m baksund. Hann synti gríðarlega vel og synti sig inn í undanúrslitin í kvöld þegar hann synti á tímanum 2:03,15 og er með 9 besta timann inn í 16 manna úrslitin í kvöld. Besti tími Guðmundar í greininni er 2:03,01 sem hann synti á ÍM50 í apríl.

Það verður virkilega spennandi að fylgjast með Guðmundi síðar í dag, en hann mun synda

kl 16.03 á íslenskum tíma og hægt er að fylgjast með streymi hér: https://euroaquaticstv.com

Til baka