Beint á efnisyfirlit síðunnar

SSÍ kynnir þjálfaranámskeið SSÍ- 1 sem er alþjóðlega viðurkennt námskeið.

03.07.2024

 

SSÍ kynnir þjálfaranámskeið SSÍ- 1 sem er alþjóðlega viðurkennt námskeið.

Þjálfarastig SSÍ-1 er byggt á þrepaskiptu menntunarkerfi World Aquatic þar sem markmiðið er að auka hæfni sundþjálfara, íþróttinni til framdráttar. Þjálfarastig SSÍ-1 er alþjóðlega viðurkennt námskeið í flestum löndum Evrópu.

Námskeiðið er ætlað eftirfarandi markhóp: 

  • reyndum þjálfurum sem hafa ekki formleg réttindi sem sundþjálfari. ( vottaða sundþjálfaramenntun)
  • þjálfurum sem eru að byrja að þjálfa og hafa enga formlega sundþjálfaramenntun.
  • öllum sem eru að þjálfa börn og unglinga innan sundhreyfingarinnar
  • öllum sem vilja ná sér í réttindi sem aðstoðaþjálfari í sundi.

 

SSÍ mælir með því að allir þjálfarar innan sundhreyfingarinnar taki þetta námskeið til upprifjunar.

 

Námskeiðið er að mestu kennt í fjarnámi fyrir utan einn verklega hluta sem fer fram 3. og 4. febrúar 2024. Námskeiðið er opið þeim sem eru 18 ára og eldri. Námskeiðið samanstendur af 12-15 kennslustundum í fjarnámi og um 18 klukkustundum í veklegu námi.

 

Nánari upplýsingar um SSÍ-1:

 

Skráningarfrestur er fram að miðnætti 1.júlí 
1. Bóklegi hlutinn hefst 1.júlí og lýkur 21 jágúst 2024
2. Verklegi hlutinn verður helgina 31. ágúst - 1.september.  Nánari tímasetning kemur síðar.

3. Kostnaður við námskeiðið er kr. 49.900, en gefinn verður 10% afsláttur ef tveir koma frá sama félagi og ef þrír eða fleiri koma frá sama félagi er gefinn 20% afsláttur.


Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að vera færir um að stjórna æfingum hjá byrjendum í sundi með aðstoð yfirþjálfara félagsins út frá „Long Term Development Plan“ SSÍ í Fasa 3: „Learn to Train“.

Fyrir hönd SSÍ eru Dr. Ingi Þór Einarsson (
ingithore@ru.is) og Ragnar Guðmundsson (ragnar@optimizar.dk) ábyrgðarmenn námskeiðsins.

 

Ef spurningar vakna er hægt að hafa samband við framkvæmdastjóra SSÍ, Ingibjörgu H. Arnardóttur í síma: +354 7706066 eða með tölvupósti á netfangið: ingibjorgha@iceswim.is. á á Ragnar Guðmundsson  (ragnar@optimizar.dk)

Ljúka þarf bæði bóklega (1.) og verklega hlutanum (2.) til að öðlast SSÍ – 1 réttindi.


Þú skráir þig með því að fylgja þessum hlekk


Til baka