Beint á efnisyfirlit síðunnar

Birnir Freyr í 15 sæti á EMU í 200m fjórsundi

03.07.2024

 

Birnir Freyr Hálfdánarson synti í 16 manna úrslitum í 200m fjórsundi rétt í þessu á Evrópumeistaramóti unglinga. Hann synti á 2:04,98 sem er annar besti timi hans í greininni. 

Birnir varð í 15 sæti sem er glæsilegur árangur hjá honum en til að komast í úrslitasundið á morgun þurfti að synda á 2:02,95.

Til baka