Beint á efnisyfirlit síðunnar

Íslandsmeistaramótið í garpasundi fór fram í Ásvallalaug

04.05.2024

 

Opna Íslandsmeistarmótið í garpasundi, IMOC, fór fram í Ásvallalaug um helgina. Þátttaka var afar góð, en 151 keppandi frá 12 liðum tóku þátt að þessu sinni og voru einstaklingsskráningar 602 og boðsund 63.

Keppendur á öllum aldri kepptu í fjölbreyttum greinum og var gleðin allsráðandi. Íslandsmeistaramótið í garpasundi er stigakeppni milli félaga þar sem efstu sætin í einstaklingsgreinum og boðsundum safna stigum fyrir félögin. Annað árið í röð var það Breiðablik sem sigraði stigakeppni félaganna með nokkrum yfirburðum.

Á mótinu voru alls bætt 67 íslensk garpamet í einstaklingsgreinum og 8 met í boðsundum. Hægt er að skoða lista yfir met sem voru bætt á mótinu hér

Heildarúrslit mótsins má nálgast hér

Lokastigastaðan var eftirfarandi:

1. Breiðablik 2.274
2. Sundfélag Hafnarfjarðar 1.355
3. Havnar Svimjifelag 333
4. Sundfélag Akraness 320
5. Sunddeild Skallagríms 278
6. Sundfélagið Ægir 157
7. Njarðvík 46
8. UMF Bolungarvík 33
9. UMF Tindastóll 30
10. Sunddeild Fjölnis 27
11. Sunddeild Stjörnunnar 14
12. Sunddeild KR 9

 

 

Til baka