Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dómaranámskeið 8. maí í Reykjanesbæ

29.04.2024

Næsta dómaranámskeið verður haldið þann 8. mai 2024 kl. 18:00 í Reykjanesbæ, nánari staðsetning auglýst síðar.

Skráning á dómaranámskeið sendist á domaranefnd@iceswim.is  með upplýsingum um nafn, kennitölu, síma og hvaða sundfélagi/deild viðkomandi er tengdur.

Til að verða almennur sunddómari þarf sunddómaranemi frá félagi á höfuðborgarsvæðinu og/eða af Suðurnesjum að safna a.mk 55 punktum á einu ári samkvæmt stigakerfi SSÍ. Af þessum 55 punktum þurfa a.m.k. 25 punktar að ávinnast á mótum SSÍ.

Dómaranemi frá félögum annars staðar á landinu/utan höfuðborgarsvæðisins þurfa að safna a.m.k. 55 punktum á þremur árum samkvæmt sama kerfi.

Stigakerfi dómaranefndar SSÍ:
Sunddómarar safna punktum fyrir störf sem dómarar á sundmótum.
SSÍ mót og alþjóðleg mót 5 punktar fyrir hvern mótshluta,
Opin mót 3 punktar fyrir hvern mótshluta,
Héraðsmót 3 punktar fyrir hvern mótshluta,
Innanfélagsmót 3 punktar fyrir hvern mótshluta.


Til baka