Beint á efnisyfirlit síðunnar

Yfirþjálfarastaða Sunddeildar Breiðabliks

23.04.2024

Sunddeild Breiðabliks leitar að yfirþjálfara og rekstarstjóra til að hafa yfirumsjón yfir þjálfun og rekstri deildarinnar. Deildin sinnir í dag viðamiklu sundstarfi í kennslu og æfingum, að mestu leyti fyrir börn og ungmenni, en einnig fyrir iðkendur á öllum aldri.
Í hlutverki yfirþjálfara felst að hafa umsjón með, bæta og viðhalda þekkingu í þjálfun og þroskandi ungmennastarfi innan deildarinnar. Byggja upp að jákvætt, styðjandi og öruggt en á sama tíma krefjandi hópumhverfi sem verður grundvöllur að blómlegu íþróttastarfi og teymisvinnu sem gefur góðar forsendur fyrir persónulegum vexti og þroska bæði sundfólks og þjálfara innan deildarinnar. Yfirþjálfari skal fylgjast með frammistöðu þjálfunar á öllum stigum deildarstarfsins og fylgja því eftir að þjálfun sé í samræmi við markmið og gildi sunddeildarinnar. Yfirþjálfari skal sinna daglegum rekstri deildarinnar, halda uppi góðu skipulagi á starfseminni, halda góðu tengslaneti við þjálfara og fagfólk utan deildarinnar og byggja upp gott upplýsingaviðmót við iðkendur og aðstandendur

Yfirþjálfari sunddeildar Breiðabliks þarf að hafa mikla skipulagshæfni og ástríðu fyrir sundstarfinu, vera fær í mannlegum samskiptum og tengslamyndun, geta unnið vel í hóp og stýrt teymisuppbyggingu ásamt því að vera sjálfstæð(ur) og sýna frumkvæði.
Helstu verkefni:

Daglegur rekstur sunddeildar.

Vera yfir afreksþjálfun innan deildarinnar.

Halda utan um skipulag allra hópa í samvinnu við aðra þjálfara.

Sinna stefnumótun, hugmyndavinnu og innleiða nýjungar í þjálfun.

Þróa og innleiða alhliða þjálfunaráætlanir á öllum stigum liðs/hópa, sniðnar að þörfum og getu hvers æfingahóps, með áherslu á tækni og færni.

Samskipti við aðra þjálfara og virk teymisvinna.

Vinna að árlegri rekstraráætlun í samvinnu við stjórn deildarinnar.

Halda uppi góðum tengslum og samstarfi við móðurfélag deilarinnar, Sundsamband Íslands, sundfélög og aðra samstarfsaðila.
Hæfniskröfur:

Góð reynsla og þekking á íþrótta- og sundþjálfun og umfangsmikil þekking á sundíþróttinni.

Skipulagshæfileikar til að stjórna mörgum verkefnum og viðburðum samtímis.

Framúrskarandi samskipta- og mannleg færni til að eiga áhrifarík samskipti við sundfólk, foreldra, starfsfólk og samfélagið víðar.

Hafa eða geta byggt upp gott tengslanet við þjálfara og fagfólk innan og utan deildarinnar.

Vera vel að sér í tölvu og kerfismálum.

Umfangsmikil reynsla af verkefnastjórnun.

Geta sinnt starfinu í sveigjanlegum vinnutíma í samræmi við þarfir og eðli starfseminnar.

Gert er ráð fyrir að yfirþjálfari sé ekki í öðru skipulögðu launuðu starfi samhliða yfirþjálfarastarfinu.
Æskilegir kostir:

Íþróttafræðingur eða sambærileg menntun.

Sundþjálfaramenntun í samræmi við markmið ÍSÍ og SSÍ.

Tengslanet út fyrir landsteina til að afla þekkingar til landsins og geta byggt upp samstarf við þjálfara og félög erlendis.
Í boði er skemmtilegt starf með skemmtilegu fólki. Um er að ræða fullt starf sem snýst að stórum hluta um rekstur og afreksþjálfun og samskipti við fólk innan félags og utan.
Þá fær viðkomandi tækifæri til þess að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu og þróun sunddeildarinnar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í haust.

Frekri upplýsingar veitir formaður deildarinnar, Arna Björg Arnarsdóttir
Netfang; blikarsund@outlook.com sími: 8974292

Umsóknarfrestur er til 7. maí 2024 og skulu umsóknir sendar á formann sunddeildar Breiðabliks á netfangið; blikarsund@outlook.com

Til baka