Beint á efnisyfirlit síðunnar

Enn og aftur frábær dagur tvö á ÍM50.

13.04.2024

Enn og aftur frábær dagur tvö á ÍM50.

Tvö unglingamet féllu í úrslitahlutanum í kvöld.  Guðmundur Leó Rafnsson bætti unglingamet Kristins Þórarinssonar þegar hann synti á tímanum 26,80 en gamla metið var 26,87 og um leið tryggði hann sér lágmark í þessari grein á Evrópumeistaramóti unglinga sem fram fer í sumar. Guðmundur Leo gerði sér einnig lítið fyrir og sigraði í 100m skriðsundi í dag. 

Kvenna sveit Breiðabliks í 4x100m skriðsundi setti unglingamet þegar þær syntu á tímanum 3:57,29 og bættu metið um tæpar 6 sekúndur.  Sveitina skipuðu þær Nadja Djurovic, Sólveig Freyja Hákonardóttir, Ásdís Steindórsdóttir og Freyja Birkisdóttir.

Þau sem náðu inn á Evrópumeistaramótið, EM50 í sumar:

 • Snæfríður Sól Jórunnardóttir 200m skriðsund 1:58,69
 • Snorri Dagur Einarsson 50m bringusund 28,26
 • Einar Margeir Ágústsson 50m bringusund 28,48

Þau sem náðu lágmörkum í dag á Evrópumeistaramót unglinga sem fram fer í sumar.

 • Guðmund­ur Leó Rafns­son úr ÍRB í 50metra baksundi á 26,80
 • Vala Dís Cicero úr SH 200m skriðsund 2:03,51
 • Birn­ir Freyr Hálf­dán­ar­son úr SH 200m fjórsund 2:05.74
 • Freyja Birkisdóttir Breiðablik 800m skriðsund 9:12,10

 

Þau sem náðu inn á Norðurlandameistaramót Æskunnar í dag:

 • Margrét Anna Lapas 100m bringusund 1:14,60
 • Magnús Víðir Jónsson úr SH í 100m skriðsundi 54,19
 • Denas Kazulis úr ÍRB 100m skriðsund 54,33
 • Ylfa Lind Kristmannsdóttir 100m baksund 1:05,05
 • Ástrós Lovísa Hauksdóttir 100m baksund 1:07,33
 • Hólmar Grétarsson úr SH í 1500m skriðsundi 16:40.85 og 200m flugsund 2:11,22
 • Sólveig Freyja Hákonardóttir Breiðablik 800m skriðsund 9:35,29
 • Ásdís Steindórsdóttir Breiðablik 800m skriðsund 9:13,22

Íslandsmeistarar dagsins:

Eva Mar­grét Fals­dótt­ir, ÍRB sigraði í 400 metra fjórsundi kvenna

Hólmar Grétarsson úr SH sigraði í 1500m skriðsundi karla

Guðmund­ur Leó Rafns­son sigraði í 50m baksundi karla

Snæfríður Sól Jórunnardóttir sigraði í 200m skriðsundi kvenna

Birnir Freyr Hálfdánarson sigraði í 200m fjórsundi karla

Birgitta Ingólfsdóttir sigraði í 100m bringusundi kvenna

Snorri Dagur Einarsson sigraði í 50m bringusundi karla

Eydís Ósk Kolbeinsdóttir sigraði í 50m flugsundi kvenna

Guðmund­ur Leó Rafns­son sigraði í 100m skriðsundi karla

Ylfa Lind Kristmansdóttir sigraði í 100m baksundi kvenna

Hólmar Grétarsson úr SH sigraði í 200m flugsundi karla

Freyja Birkisdóttir sigraði í 800m skriðsundi kvenna

Karlasveit ÍRB sigraði í 4x100m skriðsundi karla

Kvenna sveit Breiðabliks sigraði í 4x100m skriðsundi kvenna

 

Síðasti dagur mótsins er á morgun sunnudag og í lok úrslitahlutans á morgun verða veittar viðurkenningar og mun forseti Íslands Hr Guðni Th Jóhannesson veita Ásgeirsbikarinn en hann er farandgripur sem er veittur árlega fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu WORLD AQUATICS, unnið á Íslandsmeistaramóti í 50 metra laug sem haldið er á vegum SSÍ.

 

Þá mun Kolbrúnarbikarinn verða afhentur en hann farandgripur sem er veittur árlega í kvennaflokki fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu WORLD AQUATICS, unnið frá lokum Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug, sem haldið er á vegum SSÍ, til loka næsta Íslandsmeistarmóts í 50 metra laug.

 

Einnig verður Pétursbikarinn veittur en hann er farandgripur sem er veittur árlega í karlaflokki fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu WORLD AQUATICS, unnið frá lokum Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug, sem haldið er á vegum SSÍ, til loka næsta Íslandsmeistarmóts í 50 metra laug.

Að lokum verður Sigurðarbikarinn veittur en hann er farandgripur sem er veittur árlega fyrir besta afrek í bringusundi, unnið á Íslandsmeistaramóti í 50 metra laug sem haldið er á vegum 
Til baka