Beint á efnisyfirlit síðunnar

Anton Sveinn bætti fimm ára met í 100m bringusundi á ÍM50

12.04.2024Ant­on Sveinn McKee gerði sér lítið fyr­ir og sló fimm ára gam­alt Íslands­met sitt í 100 metra bring­u­sundi á Íslands­meist­ara­mót­inu í 50 metra laug í Laug­ar­dals­laug­inni í dag. Ant­on Sveinn synti sundið á 1:00,21 mín­útu en gamla metið, 100.32 setti hann í Gwangju í Suður-Kór­eu árið 2019. Frábært sund hjá Antoni. Birn­ir Freyr Hálf­dán­ar­son úr SH sló eigið ung­linga­met og náði lág­marki fyr­ir Evr­ópu­meistaramót ung­linga sem fram fer í sumar, þegar hann sigraði í 100 metra flugsundi á 55,22 sek­únd­um. Gamla metið var 55,38. Kvenna sveit Breiðabliks setti nýtt ung­linga­met í 4x200 metra skriðsundi þegar hún sigraði á 8:35,46. Þær bættu tveggja ára met SH um heil­ar 16 sek­únd­ur. Sveitina skipuðu þær Nadja Djurovic, Ásdís Steindórsdóttir,Sólveig Freyja Hákonardóttir,Freyja Birkisdóttir. Þau sem náðu lágmörkum í dag á Evrópumeistaramót unglinga sem fram fer í sumar.
  • Guðmund­ur Leó Rafns­son úr ÍRB í 200 metra baksundi á 2:04,10 mín­út­um.
  • Vala Dís Cicero úr SH 400m skriðsund 4:24.28 og 50m skriðsundi 26,65
  • Birn­ir Freyr Hálf­dán­ar­son úr SH 100m flugsund 55,22
Þau sem náðu inn á Norðurlandameistaramót Æskunnar í dag:
  • Magnús Víðir Jónsson úr SH í 400m skriðsundi 4:10,46
  • Hólmar Grétarsson úr SH í 400m skriðsundi 4:12,85
  • Sólveig Freyja Hákonardóttir Breiðablik 4:31,36
  • Ásdís Steindórsdóttir Breiðablik 4:30,74
Íslandsmeistarar dagsins: Vala Dís Cicero, SH sigraði í 400 metra skriðsundi kvenna Veig­ar Hrafn Sigþórs­son,SH sigraði í 400 metra skriðsundi karla Ylfa Lind Krist­manns­dótt­ir, Ármanni sigraði í 50 metra baksundi kvenna Birnir Freyr Hálfdánarson, SH sigraði í 100m flugsundi Na­dja Djurovic, Breiðabliki sigraði í 200 metra flugsundi kvenna Guðmundur Leó Rafnsson, ÍRB sigraði í 200m baksundi karla Eva Mar­grét Fals­dótt­ir, ÍRB sigraði í 200 metra bring­u­sundi kvenna Anton Sveinn McKee SH 100m bringusundi Snæfríður Sól Jórunnardóttir sigraði í 50m skriðsundi kvenna Einar Margeir Ágústsson sigraði í 50m skriðsundi karla Kvenna Sveit Breiðabliks sigraði í 4x200m skriðsundi kvenna Karla Sveit SH 1 sigraði í 4x 200m skriðsundi karla.
Til baka