Beint á efnisyfirlit síðunnar

Anton Sveinn fjórði í 100m bringusundi

06.04.2024

Anton Sveinn McKee synti til úrslita í 100m bringusundi á Stockholm Open í dag, hann synti á tímanum 100,94 og varð í fjórða sæti. Hann synti hraðar en í morgun þegar hann synti á 101,18. Eins og í 200m sundinu þá var æsispennandi keppni hjá Antoni og Hollendingunum  Arno Kamminga sem sigraði í sundinu á tímanum 59,23 og Casper Corbeau sem varð annar á 59,58.

Fín árangur hjá Antoni Sveini á mótinu sem kemur nú heim til Íslands til að taka þátt í Íslandsmeistaramótinu sem fram fer um næstu helgi. 

Snæfríður Sól á eftir að synda 100m skriðsund en sú grein fer fram á mánudaginn. 

Til baka