Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jóhanna Elín keppir á HM50

08.02.2024

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir úr SH verður fulltrúi Sundsambands Íslands á Heimsmeistaramótinu í 50m laug í Doha sem hefst sunnudaginn 11. febrúar. Jóhanna Elín mun keppa í 50m flugsundi þann 16. febrúar og í 50m skriðsundi þann 17. febrúar.

HM50 hefur lengi verið haldið annað hvert ár og því er tímasetningin á þessu Heimsmeistaramóti í Qatar frábrugðin og hentar sundfólkinu misjafnlega vel. Ólíklegt er að allt fremstu sundfólk heims taki þátt í HM50 í Doha þar sem uppbyggingartímabil þeirra sem munu taka þátt í Ólympíuleikunum stendur nú yfir. Sundfólk ársins 2023 hjá SSÍ, þau Anton Sveinn og Snæfríður Sól, munu ekki keppa á HM50 að þessu sinni heldur einbeita sér að æfingum og undirbúningi fyrir EM50 í júní og Ólympíuleikum sem hefjast í París í júlí.

Sundsamband Íslands býr svo vel að eiga úr góðum hópi afreksfólks að velja og að þessu sinni verður Jóhanna Elín Guðmundsdóttir fulltrúi Íslands. Jóhann Elín tryggði sér B- lágmark fyrir HM50 þegar hún keppti á Svissneska meistaramótinu sl. sumar. Hún keppir því í fyrsta sinn á Heimsmeistaramóti þegar hún stingur sér til sunds í 50m flugsundi í Doha eftir viku.

Við hjá SSÍ óskum Jóhönnu góðs gengis á HM50 í Qatar

Til baka