Beint á efnisyfirlit síðunnar

Öðrum degi á Reykjavíkurleikunum í sundi lauk nú í kvöld og náðist þar stórgóður árangur.

27.01.2024

Öðrum degi á Reykjavíkurleikunum í sundi lauk nú í kvöld og náðist þar stórgóður árangur.

Guðmundur Leo Rafnsson ÍRB synti á nýju mótsmeti í morgun í 200m baksundi þegar hann synti á 2:06,43, hann var einungis 5/100 frá lágmarki á Evrópumeistarmót unglinga í sumar.

Snæfríður Sól Jórunnardóttir synti einnig á nýju mótsmeti í 200m skriðsundi þegar hún sigraði í þeirri grein á tímanum 2:01,44. Hún tryggði sér einnig lágmark á Evrópumeistaramótið í 50m laug í sumar.   

Vala Dís Cicero SH bætti aldursflokkamet sitt í 200m skriðsundi,þegar hún synti á 2:04,46.og tryggði sér einnig lágmark á Evrópumeistaramót unglinga í sumar.

Þeir Anton Sveinn McKee og Snorri Dagur Einarsson úr SH tryggðu sér lágmark á Evrópumeistaramótið í 50m laug sem fram fer í sumar þegar þeir syntu 100m bringusund. Anton synti á 1:02,01 og Snorri á 1:02,23.

Denas Kazulis ÍRB og Magnús Víðir Jónsson SH tryggðu sér lágmark í 100m skriðsundi á Norðurlandameistaramót Æskunnar, NÆM sem fer fram í sumar.

Hólmar Grétarsson SH tryggði sér einnig lágmark á NÆM í 400m skriðsundi.

Það er óhætt að segja að þetta sé stórgóður árangur sem hefur náðst í lauginni síðustu tvo daga, en þetta er fyrsta mótið á sundtímabilinu sem fer fram í 50m laug og strax hefur sundfólkið tryggt sér lágmörk á alþjóðleg mót sumarsins.

Síðasti dagur leikanna fer fram á morgun, undarásir hefjast kl 9:30 og úrslit kl 17:00

Lifandi streymi : https://live.swimrankings.net/39044/
 
Til baka