Beint á efnisyfirlit síðunnar

EM25 hélt áfram í morgun og lét árangurinn ekki á sér standa.

09.12.2023

Snorri Dagur Einarsson og Einar Margeir Ágústsson syntu 50m bringusund og er Snorri Dagur kominn inn í 16 manna úrslitin í greininni. Hann gerði sér lítið fyrir og bætti einnig unglingametið sem hann setti í millitíma I 100m bringusundi á þriðjudaginn, hann synti á 27,04 og er hann þrettándi inn í undanúrslitin í kvöld. Einar Margeir synti  alveg við sinn besta tíma og varð hann í 22. Sæti

Snæfríður Sól Jórunnardóttir synti 200m skriðsund og er fjórtánda inn í undanúrslitin í dag, en hún synti á 1;57,05.

Birnir Freyr Hálfdánarson synti 100m fjórsund nú í morgun og bætti hann tíma sinn þegar hann synti á 56,60 og varð hann í 22. sæti

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir synti 50m flugsund og bætti tíma sinn í greininni þegar hún synti á 27,03 og varð hún í 29. sæti.

Flottur morgun hjá sundfólkinu en það er virkilega spennandi dagur framundan þar sem Ísland á einn í úrslitum og tvo í undanúrslitum. 

Mótið hefst kl 16:00 og verður í beinni á RÚV. 

Anton Sveinn verður kl 16:19 í úrslitum í 200m bringusundi, Snæfríður Sól strax á eftir kl 16:26 og Snorri Dagur syndir kl 17:14.

Til baka