Beint á efnisyfirlit síðunnar

Anton Sveinn með silfurverðlaun á EM25

09.12.2023
Anton Sveinn með silfurverðlaun á EM25 -þvílíkur árangur!
Hann synti á tímanum 2:02,74 sem er langbesti tími hans á þessi ári.
Sannkallað afrek hjá Antoni, sem útfærði þetta sund óaðfinnanlega og á silfurverðlaunin fyllilega skilið.
Snæfríður Sól syndir til úrslita á morgun í 200 metra skriðsundi eftir að hún náði 3 sæti í sínum riðli á tímanum 1:54,23 á glæsilegu nýju íslandsmeti, hún er með fimmta besta tímann inn í úrslitin á morgun!
Það verður spennandi að fylgjast með Snæfríði á morgun, en hún hefur staðið sig frábærlega á þessu Evrópumeistaramóti.
Snorri Dagur varð í 13 sæti í 50m bringusundi þegar hann kom í mark á 26,96 og bætti unglingametið sitt í þriðja skipti á þessu móti,sem er frábær árangur.
Þvílíkur dagur í sundlauginni í Búkarest, gjörsamlega geggjaður dagur í dag
Til baka