Beint á efnisyfirlit síðunnar

Anton Sveinn þriðji inn í undanúrslit og Einar Margeir með unglingamet

08.12.2023

 

Þeir Anton Sveinn McKee og Einar Margeir Ágústsson syntu 200m bringusund í undanrásum í morgun og Jóhanna Elín synti 100m flugsund.

Anton Sveinn McKee synti vel, hann synti á sínum besta tíma á þessu ári, 2:05,42 og er þriðji inn í 16, manna úrslitin í 200m bringusundi, sem fara fram kl 17:20 í dag.

Einar Margeir gerði sér lítið fyrir og bætti tíma sinn um tvær sekúndur og bætti líka unglingametið sitt í greininni þegar hann synti á 2:12,15. Frábært hjá Einari en hann varð í 21. sæti.

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir synti á nýju persónulegu meti í 100m flugsund þegar hún synti á 1:00.60 og varð hún í 26. sæti.

Vel gert hjá sundfólkinu í morgun og það verður gaman að fylgjast með Antoni Sveini synda aftur í dag í 16 manna úrslitum kl 17:20

Til baka