Beint á efnisyfirlit síðunnar

Evrópumeistaramótið í sundi, ​EM25 hófst í morgun.

05.12.2023

Þær Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Jóhanna Elín Guðmundsdóttir hófu keppni í morgun þegar þær syntu í 50m skriðsundi.

Snæfríður Sól kom fyrst í bakkann í öðrum riðli á tímanum 24,99, hún bætti tíma sinn um hálfa sekúndu og var aðeins 5/100 frá íslandsmeti Ragnheiðar Ragnarsdóttur sem hún setti árið 2009, 24.94.

Snæfríður Sól varð í 25 sæti. Jóhanna Elín varð í 32 sæti á tímanum 25,32 sem er besti tími hennar á árinu.

Þær synda báðar aftur á fimmtudaginn í 100m skriðsundi, Jóhanna syndir síðan aftur á föstudaginn 100m flugsund og síðan syndir Snæfríður sína aðalgrein 200m skriðsund á laugardaginn.

Góð byrjun hjá okkar fólki en á morgun miðvikudag synda þeir Anton Sveinn, Snorri Dagur og Einar Margeir 100m bringusund.

Til baka