Beint á efnisyfirlit síðunnar

Frábær árangur- 7 verðlaun á Norðurlandameistaramótinu sem lauk í kvöld

03.12.2023

Lokadagur á Norðurlandameistaramótinu í sundi lauk nú undir kvöld.

Sundfólkið hélt uppteknum hætti og tryggði sér fjögur verðlaun í dag.

Guðmundur Leo Rafnsson tryggði sér silfurverðlaun í 100m baksundi en hann hafði áður tryggt sér gullverðlaun á föstudaginn í 200m baksundi. 

Katja Lilja Andryisdóttir tryggði sér sín önnur bronsverðlaun á mótinu þegar hún varð þrjðja í 800m skriðsundi, en hún fékk einnig brons í 400m skriðsundi.

Vala Dís Cicero tryggði sér sín önnur verðlaun á mótinu þegar hún kom þriðja í mark í 100m skriðsundi, en hún sigraði í 200m skriðsundi í gær.

Í lokagrein mótsins tryggðu stúlkurnar í 4x100m skriðsundi sér bronsverðlaun í fullorðinsflokki, sveitina skipuðu þær, Vala Dís Cicero, Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir, Birgitta Ingólfsdóttir og Eva Margrét Falsdóttir.

Hólmar Grétarsson bætti tíma sinn í 400m fjórsundi um 3 sekúndur og bætti þar með einnig aldursflokkametið sitt í greininni, hann varð fimmti í sundinu.

Ásdís Steindórsdóttir synti 800m skriðsund og varð í fjórða sæti. Freyja Birkisdóttir synti einnig 800m skirðsund og varð hún sjötta.

Símon Elías Statkevicus varð í áttunda sæti í 50m flugsundi.

Bergur Fáfnir Bjarnason varð í sjöunda sæti í 100m baksundi

Birgitta Ingólfsdóttir var í sjötta sæti í 50m bringusundi.

Guðbjörg Bjartey varð fjórða í 100m skriðsundi

Ýmir Chatneay Sölvason varð fimmti í 200m skriðsundi.

Eva Margrét Falsdóttir varð fjórða í 200m fjórsundi í fullorðinsflokki og Sunneva Ásbjörnsdóttir varð fimmta í sömu grein í unglingaflokki.

Strákarnir syntu að lokum 4x 100m skriðsund og urðu í sjötta sæti.

Sveitina skipuðu þeir: Guðmundur Leo Rafnsson, Símon Elías Statkevicius, Veigar Hrafn Sigþórsson og Ýmir Chatenay Sölvason.

Þá er Norðurlandameistaramótinu lokið og árangurinn virkilega góður, tvö gull, ein silfurverðlaun og fjögur brons er frábær árangur og mikið var um fínar bætingar hjá okkar fólki.

Sundsambandið er mjög stolt af sínu fólki og óskar þeim innilega til hamingju með þennan flotta árangur.

 

Til baka