Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vala Dís Norðurlandameistari í 200m skriðsundi

02.12.2023

Sundfólkið á Norðurlandameistaramótinu átti fínan undanrásahluta í morgun laugardag og vorum við aftur með 10 sundmenn í úrslitahlutanum sem var rétt í þessu að ljúka.

Vala Dís Cicero gerði sér lítið fyrir  varð Norðurlandameistari í 200m skriðsundi þegar hún synti á tímanum 2:00,66, Vala Dís syndir í unglingaflokki en þess má get að hún sigraði einnig stúlkurnar sem syntu í fullorðinsflokki, frábær árangur hjá Völu Dís, en hún bætti einnig tíma sinn í sundinu um tvær sekúndur.

Eva Margrét synti 400m fjórsund og bætti tíma sinn um 4/100 þegar hún varð í 4 sæti í fullorðinsflokki á tímanum 4:51,30.

Freyja Birkisdóttir og Sunna Arnfinnsdóttir syntu 400m fjórsundi í unglingaflokki, Freyja varð í fjórða sæti þegar hún bætti tíma sinn um tæpar tvær sekúndur, hún synti á 4:56,60.  Sunna varð í 6. sæti á 5:00,52 sem er sami tími og hún á.

Flott sund hjá stelpnum í dag.

Hólmar Grétarsson synti 1500m skriðsund í dag og varð hann í fimmta sæti á tímanum 16:02,52

Fannar Snævar varð í áttunda sæti þegar hann synti 50m baksund á tímanum 25,78

Veigar Hrafn synti 200m fjórsund á tímanum 2:05,80 og varð í fimmta sæti þegar hann bætti tíma sinn um þrjár sekúndur, flott sund hjá Veigari.

Þeir Guðmundur Leo og Ýmir Chatenay syntu 100m skriðsund í unglingaflokki, Guðmundur varð í fjórða sæti á tímanum 50,67 og Ýmir varð í fimmta sæti á tímanum 50,98.

Birgitta Ingólfsdóttir synti 100m bringusund á tímanum 1:11,44 og varð í áttunda sæti.

Bergur Fáfnir átti síðast einstaklingssund dagsins þegar hann synti 200m flugsund á tímanum 2:10,31 og varð í sjötta sæti.

Stúlkurnar syntu 4x100m fjórsund á tímanum 4:17,97 og urðu í 5. sæti.

Sveitina skipuðu þær : Birgitta Ingólfs, Eva Margrét, Vala Dís og Guðbjörg Bjartey.

Strákarnir syntu einnig 4x100m fjórsund og urðu í 6. Sæti á tímanum 3:47,13 

Sveitina skipuðu þeir: Guðmundur Leo, Aron Bjarki, Fannar Snævar og Sæimon Elías

Frábær dagur hjá okkar fólki á Norðurlandameistaramótinu í sundi.

Lokadagur mótsins er svo á morgun sunnudag.

 


Til baka