Beint á efnisyfirlit síðunnar

Guðmundur Leo Norðurlandameistari í 200m baksundi

01.12.2023

Norðurlandameistaramótið í sundi hófst í morgun í Tartu í Eistlandi.

Sundfólkið synti vel í morgun og áttum við 10 sundmenn í úrslitahlutanum sem var rétt í þessu að ljúka.

Guðmundur Leo Rafnsson gerði sér lítið fyrir og varð Norðurlandameistari í unglingaflokki í 200m baksundi þegar hann synti á tímanum 1:57,33 og bætti tíma sinn um tæpa sekúndu.

Katja Lilja tryggði sér brons í unglingaflokki í 400m skriðsundi þegar hún bætti tíma sinn um tæpar tvær sekúndur, hún synti 4:19,80

Önnur úrslit voru:

Bergur Fáfnir Bjarnason synti 200m baksund á tímanum 2:03,83 og varð í sjöunda sæti.

Freyja Birkisdóttir synti 400m skriðsund á 4:25,62 og varð í sjöunda sæti.

Veigar Hrafn Sigþórsson synti einnig 400m skriðsund og varð í 8. sæti í fullorðinsflokki þegar hann synti í 3:59,94.

Sunna Arfinnsdóttir synti 200m flugsund á tímanum 2:26,88 og varð í sjötta sæti.

Fannar Snævar Hauksson synti 100m flugsund varð sjötti á tímanum 54,62. 

Eva Margrét Falsdóttir synti 200m bringusund á tímanum 2:31,24 sem er bæting hjá henni, hún varð í fimmta sæti.

Vala Dis Cicero synti 50m skriðsund á tímanum 26,22 og varð í 8 sæti.

Simon Elías synti einnig 50m skriðsund á tímanum  22,91 og varð í fimmta sæti.

Stúlkurnar syntu í lok dags 4x 200m skriðsund, þær urðu í fjórða sæti á tímanum 8:22,31

Sveitina skipuðu þær : Vala Dís, Katja Lilja, Freyja Birkis og Nadja Djurovic

Strákarnir syntu einnig 4x200m skriðsund á tímanum 7:32,71 og urðu í fimmta sæti.

Sveitina skipuðu þeir Ýmir Chatneay, Guðmundur Leo, Magnús Víðir og Bergur Fáfnir.

Flottur fyrsti dagur hjá okkar fólki, það verður virkilega gaman að fylgjast með fólkinu okkar um helgina.

Mótið hefst aftur í fyrramálið með undarásum kl 9:30 eða kl 7:30 á ísl tíma.

Úrslit : https://live.swimrankings.net/40024/

Til baka