Beint á efnisyfirlit síðunnar

Íslands- og Unglingameistaramótið í 25m laug fer fram í Ásvallalaug, Hafnarfirði, helgina, 10.-12. nóvember 2023.

10.11.2023

Íslands- og Unglingameistaramótið í 25m laug fer fram í Ásvallalaug, Hafnarfirði, helgina, 10.-12. nóvember 2023.

Undanrásir hefjast kl 09:30 alla morgna og úrslitin hefjast kl 17:00

Mótið er haldið í samstarfi við Íþróttasamband Fatlaðra og mun Sundfélag Hafnarfjarðar sjá um framkvæmd mótsins ásamt SSÍ.

Alls eru 183 keppendur skráðir á mótið.

Krýndir verða unglingameistarar í morgunhlutum en unglingaflokkur 18 ára og yngri í bæði karla- og- kvennaflokki

Íslandmeistarar verða svo krýndir í úrslitahlutum sem hefjast kl 17:00.

Anton Sveinn Mckee er mættur til landsins til að taka þátt í mótinu og Jóhanna Elín er einnig á leið til landsins frá Bandaríkjunum. Símon Elías Statkevicius kemur frá Svíþjóð þar sem hann hefur æft undanfarna mánuði, en Snæfríður Sól Jórunnardóttir tekur ekki  þátt í mótinu að þessu sinni en hún mun hins vegar taka þátt í Bikarkeppni í Danmörku 18. – 19 nóvember.

Anton Sveinn undirbýr sig nú fyrir Evrópumeistaramótið í 25m laug sem fram fer í Búkarest 5. – 10 desember n.k, en nú þegar hafa þau Snæfríður Sól , Anton Sveinn , Snorri Dagur og Einar Margeir tryggt sér lágmark á það mót en þeir tveir síðast nefndu syntu sig inn í undanúrslit á Evrópumeistaramóti unglinga í sumar.

Við eigum von á hörku keppni um helgina í öllum greinum en þetta er síðasta tækifæri sundfólksins að ná lágmörkum á EM25 og á Norðurlandameistaramótið sem fram fer í Tartu í Eistlandi 8.- 10 desember.

Það verður mikið fjör og skemmtileg keppni í Ásvallalaug um helgina.

Hægt er að fylgjast með úrslitum hér: https://live.swimrankings.net/39165/#

Einnig verður streymi alla helgina hér : https://www.youtube.com/sundsambandid
Til baka