Beint á efnisyfirlit síðunnar

Íslenskir sunddómarar fá tilnefningar við stærstu mótin

10.10.2023

 

Fjórir íslenskir sunddómarar hafa verið tilnefndir í stór verkefni sem eru framundan.

Björn Valdimarsson hefur verið tilnefndur af SSÍ sem dómari við Ólympíuleikana í París 2024 sem og á HM50 sem fram fer í Doha 11.-17. febrúar á næsta ári.

Ingibjörg Ýr Pálmadóttir hefur nú þegar fengið staðfestingu á að hún verður dómari á EM25 sem fram í Búkarest 5.-10. desember næstkomandi.

Þá hefur líka verið sótt um dómarastöður fyrir þær Ragnheiði Birnu Björnsdóttur og Viktoríu Gísladóttur fyrir EM Masters í Madeira 19.-25. nóvember, teljum við miklar líkur á að það gangi eftir.

Öll eru þau reyndir dómarar sem hafa unnið ötullega fyrir sundíþróttina á Íslandi,og starfa í dómarnefnd SSÍ, Björn er jafnframt í sundnefnd ÍF.

Það væri mikið gleðiðefni fyrir ÍF og SSÍ ef þau fengju tækifæri til að taka þátt í þessum spennandi verkefnum sem framundan eru. 

Myndir með frétt

Til baka