Beint á efnisyfirlit síðunnar

World Cup í Berlín hefst á morgun föstudag

05.10.2023

Fimm sundmenn og tveir þjálfarar frá SSÍ héldu í morgun til Berlín þar sem þau munu taka þátt í World Cup mótaröðinni sem hefst þar á morgun, föstudag,6.október. Mótaröðin inniheldur þrjú mót en fyrsta fer fram í Berlín, annað í Aþenu og það þriðja í Búdapest, en þau fara öll fram í október.

Það er mikill áhugi fyrir mótaröðinni þetta haustið og er allt fremsta sundfólk heims mætt til Berlín til að taka þátt í mótinu og má því búast við mikilli og skemmtilegri keppni um helgina. Mótið fer að þessu sinni fram í 50m laug en það er ávallt gert þegar Ólympíuár er framundan.

Eins og fyrr sagði þá á Sundsambandið 5 keppendur í Berlín og mun sundfólkið nýta sér þetta mót sem undirbúning fyrir Norðurlandsmeistaramótið í Eistlandi og Evrópumeistaramótið í Otopeni í desember.

Upplýsingar um mótið má finna hér : https://www.worldaquatics.com/competitions/3305/world-aquatics-swimming-world-cup-2023/schedule?phase=All

Eftirtaldið sundfólk keppir fyrir hönd Íslands:

World Cup – Berlín 21. – 23. Október 2022

  • Birgitta Ingólfsdóttir                     Sundfélagi Hafnarfjarðar
  • Einar Margeir Ágústsson             Sundfélagi Akraness
  • Snorri Dagur Einarsson               Sundfélagi Hafnarfjarðar
  • Snæfríður Sól Jórunnardóttir    Álaborg
  • Vala Dís Cicero                             Sundfélagi Hafnarfjarðar
  • Eyleifur Ísak Jóhannesson         Landsliðsþjálfari / Fararstjóri
  • Mladen Tepecevic                        Aðstoðarþjálfari

 

Birgitta Ingólfsdóttir syntir fyrst á morgun en á syndir hún 50m baksund en það er kl 7:56 á íslenskum tíma.  Þeir Einar Margeir og Snorri Dagur sem stinga sér næstir til sunds , eða

 kl 10:54 sem er kl 8:54 á íslenskum tíma.

Næst á eftir strákunum keppa þær Snæfríður og Vala í 50m skriðsundi kl 11:13 (9:13)

Það verður virkilega gaman að fylgjast með okkar fólki um helgina og óskum við þeim góðs gengis.

Til baka