Beint á efnisyfirlit síðunnar

Snæfríður Sól með þeirra bestu í Evrópu

02.10.2023

 

Samkvæmt heimslista  World Aquatics  er Snæfríður Sól  nú í byrjun október á meðal þeirra bestu í Evrópu.  Snæfríður er sem stendur í 10 sæti á Evrópulistanum í 200m skriðsundi, sem er virkilega góður árangur.  

Síðasta sundár var glæsilegt hjá Snæfríði en hún setti 11 Íslandsmet í 50m laug og 6 Íslandsmet í 25m laug.  Þess má geta að hún synti einnig undir FINA- A lágmarki á HM50 í 200m skriðsundi og endaði í 14 sæti í greininni. 

Það er því óhætt að segja að miðað við stöðuna eins og hún er í dag verður hún fulltrúi Íslands á næstu Ólympíuleikum sem fram fara í París á næsta ári. 

Snæfríður Sól  stundar æfingar og nám í Álaborg en næsta stórmót hjá henni er EM25 í Búkarest í desember, en um næstu helgi mun hún taka þátt í World Cup mótaröðinni í Berlín ásamt 5 öðrum sundmönnum frá SSÍ.

 

 


Til baka