Beint á efnisyfirlit síðunnar

Snæfríður Sól 17. í 100 metra skriðsundi á nýju Íslandsmeti.

27.07.2023

Snæfríður Sól Jórunnardóttir synti í morgun 100 metra skriðsund hér í Fukuoka í Japan. Snæfríður kom í mark á nýju Íslandsmeti  54,74 sekúndur sem gefur henni 17. sæti í greininni. Því sæti deilir hún með stúlku frá Kýpur sem kom inn á sama tíjma í riðlinum á eftir en  þær áttust við í umsundi í lok þessa mótshluta. Þar sigraði Snæfríður á tímanum 54,87 sekúndur sem er einnig undir gamla Íslandsmetinu hennar. Snæfríður er því eins og er fyrsti varamaður inn í milliriðlana og fær tækifæri til að synda ef einhver stúlknanna á undan henni skráir sig úr keppni.

Snæfríður varð 7. í sínum riðli. Sextánda sætið vannst á tímanum 54,67 svo það er ljóst að þarna er þéttur pakki við að eiga.

Íslandsmet Snæfríðar var 54,97 sekúndur frá því á Smáþjóðaleikunum á Möltu í vor og hún bætti það þar með um 23/100 úr sekúndu.

Heimsmetið í greininni á sænska sundkonan Sarah Sjöström frá því á HM í Búdapest 2017.

Myndir með frétt

Til baka