Beint á efnisyfirlit síðunnar

Flottur morgun hjá sundfólkinu á EYOF

27.07.2023
Flottur morgun hjà sundfólkinu okkar á EYOF. Magnús Víðir synti virkilega vel 200m skriðsund á 1:57,07 sem er bæting hjá honum og nýtt aldursflokkamet hann varð í 28.sæti. Ylfa Lind var aðeins frá sínu besta í 100m baksundi þegar hún synti á 1:06,56 og varð sautjánda og er varamaður inn í 16.manna úrslit seinnipartinn í dag. Þau Ylfa,Hólmar,Vala og Magnús syntu 4x100m fjórsund rétt í þessu á 4:15,91 og urðu í 24.sæti.
Það er spennandi dagur framundan en Vala Dís syndir í úrslitum í 200m skriðsundi kl 16:57

 

https://eoctv.org/live/ 

Myndir með frétt

Til baka