Beint á efnisyfirlit síðunnar

Anton Sveinn 9. inn í undanúrslit

27.07.2023

Anton Sveinn Mckee náði 9. inn í 16 manna úrslit í 200 metra bringusundi þegar hann synti á tímanum 2:10,29 mínútum. Hann var sáttur við niðurstöðuna þegar hann kom upp úr lauginni. "Þetta eru örugglega auðveldustu 2:10 sem ég gert" sagði Anton Sveinn eftir sundið um leið og hann útskýrði hvert keppnisplanið væri. "Þetta er bara skref númer 1". Annað skrefið er þá í kvöld og svo það þriðja á morgun ef allt gengur eftir.

Íslandsmetið í greininni á Anton Sveinn sjálfur, 2:08,74 mínútur, sett á HM í Búdapest 2022.

 

Myndir með frétt

Til baka