Beint á efnisyfirlit síðunnar

Anton Sveinn náði 21.sæti í 100 metra bringusundi á HM

23.07.2023

Anton Sveinn Mckee úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, stakk sér fyrstur Íslendinga til keppni hér á HM50 í Fukuoka í Japan.

Hann synti greinina á tímanum 1:00,86, sem gefur honum 21. sætið í greininni og þar með er ljóst að hann keppir ekki milliriðlum í kvöld. Íslandsmet Antons Sveins í 100 metra bringusundi er 1:00,32, met sem hann setti á HM50 í Gwangju, Suður Kóreu árið 2019. Til þess að komast inni í milliriðla hefði hann þurft að synda undir 1:00,22.

Ef þessi tvö sund eru borin saman sést að Anton Sveinn syndir 50 metrana hérna í Japan á 28,18 en Gwangju fyrir 4 árum á 27,66. Síðari 100 metrana synti Anton svo á 32,68 sekúndum hér í Fukuoka, en 32,66 í Gwangju. Á ÍM50 fyrr á þessu ári synti Anton Sveinn greinina á 1:00,58 þannig að þetta sund sýnir að Anton er á uppleið á ný og er vonandi góður undirbúningur fyrir 200 metra sundið á fimmtudaginn.

Á þriðjudagsmorgun syndir Snæfríður Sól Jórunnardóttir 200 metra skriðsund.

Til baka