Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimsmeistaramótið í 50m laug hefst sunnudaginn 23. júlí

21.07.2023

 

Heimsmeistaramótið í 50m laug hefst í Fukuoka í Japan sunnudaginn, 23. júlí næstkomandi. Sundsambandið er með tvo keppendur á HM50 í ár, en það eru þau Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir.

 

Íslensku keppendurnir héldu utan til Japans þann 12 júlí í æfingabúðir í Kitakyusku en eru nú komin til Fukuoka. Yfirmaður landsliðsmála Eyleifur Jóhannesson, Hlynur Sigurðsson sjúkraþjálfari og Hörður Oddfríðarson nefndarmaður í garpanefnd  World Aquatics eru með í för en hann mun sjá um fjölmiðlun meðan á mótinu stendur.

 

Japan er níu tímum á undan Íslandi þannig að tímasetningar fyrir okkur hér heima eru óvenjulegar.

Undanrásir hefjast kl 10:30 í Japan eða kl 1:30 eftir miðnætti á íslenskum tíma og eru úrslitin á morgnana á íslenskum tíma hér heima eða kl 11:00.

 

Anton Sveinn syndir strax aðfarnótt sunnudagsins 100m bringusund. Það verður virkilega gaman að fylgjast með þeim Antoni og Snæfríði næstu daga, en Snæfríður stingur sér til sunds á þriðjudaginn.

 

Hér er dagskráin:

 

Dagsetning

Fyrir hádegi

Eftir hádegi

23. júlí – sunnudagur

Heats 10:30 / Finals 20:00 (Japan)

100 bringa – Anton

100 bringa – semi

24. júlí – mánudagur

Heats 10:30 / Finals 20:00 (Japan)

 

100 bringa – finals

25. júlí – þriðjudagur

Heats 10:30 / Finals 20:00 (Japan)

200 skrið – Snæfríður

200 skrið – semi

26. júlí – miðvikudagur

Heats 10:30 / Finals 20:00 (Japan)

 

200 skrið - finals

27. júlí – fimmtudagur

Heats 10:30 / Finals 20:00 (Japan)

100 skrið – Snæfríður

200 bringa – Anton

100 skrið – semi

200 bringa – semi

28. júlí – föstudagur

Heats 10:30 / Finals 20:00 (Japan)

 

100 skrið – finals

200 bringa - finals

 

Hér er hægt að fylgjast með lifandi streymi : https://aquatics.eurovisionsports.tv/main

 

Hér er hægt að sjá sjónvarpstöðvar sem sýna frá mótinu: https://www.worldaquatics.com/where-to-watch/europe

 

Hér eru úrslit mótsins : https://www.worldaquatics.com/competitions/1/world-aquatics-championships-fukuoka-2023/results?discipline=SW&disciplines=SW

 

 

Myndir með frétt

Til baka