Beint á efnisyfirlit síðunnar

Glæsilegur árangur í Taastrup í Danmörku um helgina

15.05.2023

Glæsilegur 25 manna hópur úr unglinga- og framtíðarhópi SSÍ hélt til Taastrup í Danmörku s.l fimmtudag.

Virkilega góður árangur náðist á mótinu og endaði íslenska liðið sem stigahæsta lið mótsins og fékk stóran bikar að launum.

Sundfólkið tryggði sér 65 verðlaun á mótinu, 21 gullverðlaun, 21 silfurverðlaun, 23 bronsverðlaun sem er mjög flottur árangur. Mikið var um persónulegar bætingar en einnig var sundfólkið okkar að bæta mótsmet, en þau bættu 20 mótsmet um helgina.

Mótið kláraðist í gær og halda þau heim á leið í dag.

Innilega til hamingju með árangurinn!

 

Myndir með frétt

Til baka