Beint á efnisyfirlit síðunnar

Virkilega góðu, spennandi og glæsilegu Íslands- og unglingameistarmóti í samstarfi við Íþróttasamband fatlaðra er lokið.

03.04.2023

Anton Sveinn McKee hélt ótrauður áfram að tryggja sig inn á HM50, en í dag tryggði hann sér sitt annað HM50 lágmark í 200m bringusundi á tímanum 2;11,01.

Hólmar Grétarsson hélt áfram að bæta sig í 400m fjórsundi í dag, og í úrslitum bætti hann metið sitt síðan í morgun um tæpar fimm sekúndur þegar hann synti á tímanum 4:37,94. Hann sigraði í sundinu eftir harða keppni við Aron Þór Jónson úr Breiðabliki en aðeins munaði 6/100 á fyrsta og öðru sætinu. Þess má geta að Hólmar Grétarsson tryggði sér einnig keppnisrétt á EYOF í þessu sundi.

Í 1500m skriðsundi tryggðu þær Freyja Birkisdóttir og Katja Lilja Andryisdóttir EMU lágmark. Freyja synti á tímanum 17;43,27 og sigraði í greininni og Katja Lilja varð önnur á tímanum 17:48,21.

Í 200m baksundi kvenna sigraði Ylfa Lind Kristmannsdóttir Ármanni á tímanum 2;23,68 og tryggði sér lágmark á EYOF og NÆM. Það gerði einnig Magnús Víðir Jónsson SH í 200m skriðsundi, en hann synti líka undir NÆM og EYOF lágmörkum.  Ástrós Lovísa Hauksdóttir ÍRB tryggði sér einnig lágmark á NÆM í greininni.

Vala Dís Cicero SH hélt áfram að bæta sig og tryggði sér NÆM lágmark í 100m flugsundi þegar hún synti á 1:04,96. Hún bætti um betur og tryggði sér enn fleiri lágmörk á EMU, NÆM og EYOF í 100m skriðsundi, þegar hún synti á tímanum 58;31.

Birnir Freyr Hálfdánarson SH hélt einnig áfram að bæta sig og setti nýtt unglingamet í 50m flugsundi og sigraði í greininni á tímanum 24,91 og tryggði sér um leið EMU lágmark.      Birgitta Ingólfsdóttir sigraði í 50m bringusundi og tryggði sig inn á EMU á tímanum 32;88.

Virkilega góðu, spennandi og glæsilegu Íslands- og unglingameistarmóti í samstarfi við Íþróttasamband fatlaðra er lokið. 

Alls voru sett eitt Íslandsmet, 8 aldursflokkamet og 10 unglingamet á þessu móti sem segir okkur það að framtíðin er björt í sundhreyfingunni á Íslandi.

SSÍ langar að senda öllum sjálfboðaliðum og þjálfurum bestu þakkir fyrir að standa vaktina með okkur um helgina og kæru keppendur innilega til hamingju með stórgóðan árangur.

Íslandsmeistarar dagsins:

400m fjórsund karla Hólmar Grétarsson SH

1500m skriðsund kvenna Freyja Birkisdóttir Breiðablik

200m baksund kvenna Ylfa Lind Kristmannsdóttir Ármanni

200m skriðsund karla Veigar Hrafn Sigþórsson SH

100m flugsund kvenna Kristín Helga Hákonardóttir SH

50m flugsund karla Birnir Freyr Hálfdánarson SH

50m bringusund kvenna Birgitta Ingólfsdóttir SH

200m bringusund karla  Anton Sveinn McKee SH

100m skriðsund kvenna Jóhanna Elín Guðmundsdóttir SH

100m baksund karla Guðmundur Leó Rafnsson ÍRB

200m fjórsund kvenna Eva Margrét Falsdóttir ÍRB

800m skriðsund Karla Bartosz Henke SH

Unglingameistarar dagsins:

400m fjórsund karla Hólmar Grétarsson SH

1500m skriðsund kvenna Freyja Birkisdóttir Breiðabliki

200m baksund kvenna Sunna Arnfinnsdóttir Ægi

200m skriðsund karla Veigar Hrafn Sigþórsson SH

100m flugsund kvenna Vala Dís Cicero SH

50m flugsund karla Birnir Freyr Hálfdánarson SH

50m bringusund kvenna Katja Lilja Andriysdóttir SH

200m bringusund karla Snorri Dagur Einarsson SH

100m skriðsund kvenna Vala Dís Cicero SH

100m baksund karla Guðmundur Leó Rafnsson ÍRB

200m fjórsund kvenna Freyja Birkisdóttir Breiðabliki

800m skriðsund karla Bartosz Henke SH

Til baka