Beint á efnisyfirlit síðunnar

Anton Sveinn með lágmark á HM50 á ÍM50 í dag

01.04.2023

Flottur dagur í Laugardalslaug er að baki þar sem Anton Sveinn McKee synti sig inn á HM50 í 100m bringusundi og fimm aðrir, þau Snorri Dagur Einarsson, Einar Margeir Ágústsson, Vala Dís Cicero,  Birnir Freyr Hálfdánarson og Guðmundur Leó Rafnsson hafa tryggt sig inn á Evrópumeistaramót unglinga og Hólmar Grétarsson tryggði sig inn á EYOF en þessi mót fara öll fram í sumar.

En rétt í þessu var úrslitahluta laugardagsins á Íslands og unglingameistaramótinu í sundi var að ljúka. ´

Úrslitin hófust á 400m skriðsundi kvenna þar sigraði Katja Lilja Andryisdóttir, SH á tímanum 4:31,47 og bætti tíma sinn um tæpar 3 sekúndur, Katja varð tvöfaldur meistari í greininni, en hún varð bæði Íslandsmeistari og unglingameistari í þessari grein. Í 400m skriðsundi karla sigraði Veigar Hrafn Sigþórsson, SH á tímanum 4:07,40. Unglingameistarinn í greininni Hólmar Grétarsson, SH tryggði sér annað sæti og lágmark á Evrópuleika Ungmenna, EYOF sem fram fara í sumar, en hann synti á tímanum 4:10,70., sem er bæting hjá honum um tæpar 4 sekúndur.

Steingerður Hauksdóttir, SH sigraði í 50m baksundi kvenna á tímanum 29,65. Í 100m flugsundi karla sigraði Birnir Freyr Hálfdánarson, SH á nýju unglingameti og undir lágmarki á Evrópumeistaramóti Unglinga, hann synti á 55,38 en gamla metið var 55,64. Hann er jafnframt unglingameistari og Íslandsmeistari í þessari grein.

Í 200m flugsundi kvenna sigraði Kristín Helga Hákonardóttir, SH á tímanum 2:24,50.

Guðmundur Leó Rafnsson varð bæði unglinga- og Íslandsmeistari í 200m baksundi en hann synti á tímanum 2:08,08.

Í 200m bringusundi kvenna sigraði Eva Margrét Falsdóttir á tímanum 2:42,01. 

Anton Sveinn McKee synti til sigurs í 100m bringusundi á besta tíma sínum síðan 2019, 1:00,58 sem jafnframt er lágmark á HM50 sem fer fram í Japan í sumar. Í sama sundi synti Snorri Dagur Einarsson aftur undir lágmarki á EMU í sumar, hann synti á 1:03,43 hann varð í þriðja sæti í greininni.

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir, SH kom frá Bandaríkjunum til að taka þátt á ÍM50 og sigraði í 50m skriðsundi kvenna á tímanum 26,20. 

Í 50m skriðsundi karla sigraði Simon Statkevicius,SH á tímanum 23,55

Í 4x 200m skriðsundi kvenna sigraði sveit SH á tímanum 8;39,80 og það var svo karla sveit SH í 4x 200m skriðsundi karla sem sigraði á tímanum 7;56,47 og það á nýju unglingameti. Sveitina skipuðu þeir Veigar Hrafn Sigþórsson, Birnir Freyr Hálfdánarsson, Bergur Fáfnir Bjarnason og Bjorn Yngvi Guðmundsson

SH sveit 2 varð í þriðja sæti á tímanum 8;21,77og settu þeir nýtt aldursflokkamet. Sveitina skipuðu þeir Magnús Víðir Jónsson, Hólmar Grétarsson, Karl Bjornsson og Halldór Ingi Hafþórsson

 

Íslandsmeistarar dagsins

400m skriðsund kvenna Katja Lilja Andryisdóttir SH

400m skriðsund karla Veigar Hrafn Sigþórsson SH

50m baksund kvenna Steingerður Hauksdóttir SH

100m flugsund karla Birnir Freyr Hálfdánarson SH

200m flugsundi kvenna sigraði Kristín Helga Hákonardóttir SH

200m baksund karla Guðmundur Leó Rafnsson ÍRB

200m bringusund kvenna Eva Margrét Falsdóttir ÍRB

100m bringusund karla Anton Sveinn McKee SH

50m skriðsund kvenna Jóhanna Elín Guðmundsdóttir

50m skriðsund karla Simon Stakevcius SH

 

Unglingameistarar dagsins :

400m skriðsund kvenna Katja Lilja Andryisdóttir SH

400m skriðsund karla Hólmar Grétarsson SH

50m baksund kvenna Ylfa Lind Kristmannsdóttir Ármann

100m flugsund karla Birnir Freyr Hálfdánarson SH

200m flugsundi kvenna Sunna Arnfinnsdóttir Ægi

200m baksund karla Guðmundur Leó Rafnsson ÍRB

200m bringusund kvenna Katla Mist Bragadóttir Ármanni

100m bringusund karla Einar Margeir Ágústsson ÍA

50m skriðsund kvenna Vala Dís Cicero SH

50m skriðsund karla Kristján Magnússon ÍA

 

 

Myndir með frétt

Til baka