Beint á efnisyfirlit síðunnar

World Aquatics og LEN breyta aldurflokkum fyrir unglinga sem hefur áhrif á EMU í sumar

15.03.2023

Í byrjun árs tók World Aquatics óvænta stefnu og breyttu aldursflokki unglinga, þetta var gert þrátt fyrir farsæl ár þar sem World Aquatics og LEN hafa unnið með eins árs aldursmun kynjanna.
Um helgina tók LEN svo þá ákvörðun að fylgja World Aquatics og hafa tilkynnt að nýir aldursflokkar taki gildi strax á Evrópumeistaramóti unglinga í Rúmeníu í sumar. Engar breytingar verða gerðar á Norðurlandamóti Æskunnar, né Ólympíudögum Evrópuæskunnar fyrir þetta sundár.


https://www.len.eu/len-bureau-meets-in-antalya-with-key-decisions-taken-in-governance-and-sport/


Nýju flokkarnir eru þannig að sundfólk á aldrinum 14-18 ára á árinu eru gjaldgengir á Evrópumeistaramóti unglinga í sumar. Áður útgefnir aldursflokkar voru stúlkur á aldrinum 14-17 ára og piltar á aldrinum 15-18 ára. Sundsamband Íslands hefur unnið með elstu þrjú árin og sent yngsta aldurinn á Norðurlandamót Æskunnar í staðin, til að öðlast reynslu fyrir stórmót eins og EMU.
Í kjölfar þessarar tilkynningar hefur Sundsambandi Íslands ákveðið að bjóða 18 ára stúlkum að taka þátt á Evrópumeistaramót Unglinga í sumar og hefur nú gert ný lágmörk sem eru miðið við þann aldur, áður útgefin lágmörk fyrir 15. – 17. ára standa óbreytt.

Það er ljóst að þessar ákvarðanir munu hafa áhrif á skipulagið hjá okkur í framtíðinni, við munum þurfa að gera breytingar á okkar fyrirkomulagi til að aðlaga okkur að þessum breytingum.
Afreksstjórar og landsliðsþjálfara norrænu sundsambandana verða með fund í Stokkhólmi 2-3. maí þar sem þetta verður á dagskrá og gerðar tillögur að nýjum reglugerðum fyrir NÆM og NM.


Til baka