Beint á efnisyfirlit síðunnar

Snæfríður bætti 14.ára gamalt Íslandsmet!

04.03.2023

Snæfríður Sól setti í annað sinn í dag glæsilegt nýtt Íslandsmet, að þessu sinni í 100m skriðsundi og bætti þar með 14 ára gamalt met Ragnheiðar Ragnarsdóttur síðan í apríl 2009. Hún synti á tímanum 55.61 en gamla metið var 55.66.

Snæfríður Sól synti fyrsta sprett í 4x 100m skriðsundi og vann boðsunds- sveitin hennar greinina.
Snæfríður syndir 100m skriðsund á morgun á síðasta degi mótsins, en hún tekur þátt í Vest danska meistaramótinu um helgina
Til baka