Beint á efnisyfirlit síðunnar

Laugardagur úrslit - RIG

28.01.2023

Fyrsta úrslita á Reykjavíkurleikunum í sundi lauk nú í kvöld. 

Áður en mótið hófst gafst tækifæri til að veita sundfólki ársins 2022 sínar viðurkenningar.

Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir voru heiðruð sem sundmaður og sundkona ársins 2022.

Beatrice Varley, frá Plymouth Leander setti nýtt mótsmet, 2:18.97 í 200m í fjórsundi kvenna, en gamla metið átti Sara Nysted. Þetta er annað mótsmetið sem Beatrice setur um helgina en í gær setti hún met í 400m fjórsundi.

Hólmar Grétarsson, SH, synti undir lágmarki á NÆM, Norðurlandameistaramót Æskunnar, í 400m skriðsundi á tímanum 4:14.74

Ylfa Lind Kristmannsdóttir, Ármanni, synti einnig undir lágmarki á NÆM í 100m baksundi á tímanum 1:08.27 í morgun. Hún gerði enn betur eftir hádegi og bætti tímann sinn í greininni þegar hún synti á 1:07.66. Í sama sundi náði Ástrós Lovísa Hauksdóttir, ÍRB, einnig lágmarki á NÆM á nákvæmlega sama tíma og Ylfa fór á í morgun, 1:08;27

Það var þrefaldur íslenskur sigur í 200m baksundi en þar sigraði Guðmundur Leó Rafnsson, ÍRB á tímanum  2:09.78. Veigar Hrafn Sigþórsson varð annar á tímanum 2:11, 74 og Bergur Fáfnir Bjarnason varði þriðji á tímanum 2:12,56 en þeir eru báðir úr SH.

Anton Sveinn McKee kom sá og sigraði 100m bringusundi á tímanum 1:01.88.

Í morgun tryggði Vala Dís Cicero úr SH sér þátttökurétt á  EYOF og NÆM í 200m skriðsundi á tímanum 2:08.31. Hún staðfesti svo tímann sinn eftir hádegi og fór aftur undir lágmarki.

 

Sigurvegarar í greinum dagsins :

50m baksund karla: Fannar Snævar Hauksson, ÍRB

50m bringusund kvenna: Georgia Gussey, Playmouth Leander

50m flugsund karla: Thomas Leggett, Larne SC

50m skriðsund kvenna: Danielle Hill, Larne SC

400m skriðsund karla: Birnir Freyr Hálfdánarsson, SH

200m fjórsund kvenna: Beatrice Varley, Playmouth Leander

200m baksund karla: Guðmundur Leó Rafnsson, ÍRB

100m baksund kvenna: Danielle Hill, Larne SC

100m bringusund karla: Anton Sveinn McKee, SH

200m bringusund kvenna: Julianna Babbington, Plymouth Leander

200m flugsund karla: Benjamin Szanto, Hungarian Swimming Association

100m flugsund kvenna: Kristín Helga Hákonardóttir, SH

100m skriðsund karla: Thomas Leggett, Larne SC

200m skriðsund kvenna: Beatrice Varley, Plymouth Leander

 

Á morgun er svo síðasti dagur Reykjavíkurleikana í sundi og hefst keppni klukkan 09:30.  Þá verður keppt í eftirfarandi greinum í undanúrslitum :

400m skriðsund kvenna

200m fjórsund karla

200m baksund kvenna

100m baksund karla

100m bringusund kvenna

200m bringusund karla

200m flugsund kvenna

100m flugsund karla

100m skriðsund kvenna

200m skriðsund karla

Úrslit

Til baka