Beint á efnisyfirlit síðunnar

SH bikarmeistarar – UMSK vinnur sig upp í fyrstu deild

17.12.2022

Bikarkeppni Sundsambands Íslands lauk í Vatnaveröld í Reykjanesbæ í kvöld eftir æsispennandi lokahluta þar sem Sundfélag Hafnarfjarðar stendur uppi sem sigurvegari í 1. deild karla og kvenna. B-lið SH vann einnig í 2. deild karla og kvenna en þar sem B-lið geta ekki unnið sig upp í 1. deild sitja þau eftir í 2. deild.
UMSK átti mjög góðan dag og unnu sig upp í 1. deild í karla og kvennaflokki að ári, eftir að hafa náð fleiri stigum en karlalið Sundfélagsins Ægis og kvennalið Sundfélags Akraness, sem bæði falla niður í 2. deild.

Sundfólkið lét ófærð og snjókomu ekki á sig fá, stóð sig með stakri prýði og er nú komið í kærkomið jólafrí, en bikarkeppnin markar lok 25m tímabilsins. Það er þó stutt í næsta mót en SSÍ heldur stórt alþjóðlegt mót, Reykjavík International Swim Meet, í Laugardalslauginni 27. – 29. janúar 2023.

Við óskum sundfólkinu og liðunum til hamingju með árangurinn um helgina. Eins þökkum við starfsfólki og sjálfboðaliðum fyrir þeirra framlag, því án þeirra væri þetta ekki framkvæmanlegt. Að lokum viljum við þakka Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar fyrir samstarfið við framkvæmd mótsins.

Lokastigastaða:

 

1. deild karla

1. Sundfélag Hafnarfjarðar – 16.201 stig
2. Íþróttabandalag Reykjanesbæjar – 13.329 stig
3. Sunddeild Breiðabliks – 13.162 stig
4. Sunddeild Ármanns – 9.038 stig
5. Sundfélag Akraness – 8.851 stig
6. Sundfélagið Ægir – 8.148 stig

1. deild kvenna

1. Sundfélag Hafnarfjarðar – 15.340 stig
2. Sunddeild Breiðabliks – 14.222 stig
3. Íþróttabandalag Reykjanesbæjar – 13.800 stig
4. Sundfélagið Ægir – 11.672 stig
5. Sunddeild Ármanns – 10.930 stig
6. Sundfélag Akraness – 9.705 stig

2. deild karla

1. Sundfélag Hafnarfjarðar B-lið – 12.641 stig
2. UMSK – 8.852 stig
3. Sunddeild KR – 3.342 stig

2. deild kvenna

1. Sundfélag Hafnarfjarðar B-lið – 11.664 stig
2. UMSK – 9.777 stig
3. Sunddeild KR – 6.424 stig

Til baka