Beint á efnisyfirlit síðunnar

Snæfríður Sól í 16 manna úrslit á HM25 á nýju Íslandsmeti

14.12.2022

Snæfríður Sól Jórunnardóttir gerði sér lítið fyrir og synti sig inn í 16 manna úrslit á nýju Íslandsmeti á HM25 sem fram fer í Melbourne í Ástralíu þessa dagana,

Snæfríður synti á 53,21 og er fimmtánda inn í úrslitin sem verða í fyrramálið á íslenskum tíma. Hún  bætti tæplega mánaðargamalt met sitt, en það var 53,75.

Frábært sund hjá Snæfríði Sól.

 

Anton Sveinn McKee synti 100m bringusund  á tímanum 58,01 og varð í 18 sæti og kemst því ekki áfram í 16 manna úrslitin í fyrramálið.

Íslandsmetið hans í greininni er 56,30

Hægt verður á horfa á beina útsendingu á Rúv í fyrramálið kl 8:35 og fylgjast með Snæfríði

Myndir með frétt

Til baka