Beint á efnisyfirlit síðunnar

Freyja með brons í dag

12.12.2022

Freyja Birkisdóttir synti vel og tryggði sér bronsverðlaun í 800m skriðsundi á tímanum 8:54,68.

Veigar Hrafn synti til úrslita í 400m fjórsundi á tímanum 4:32,02 og varð fimmti.

Ylfa Lind og Val Dís syntu 100m flugsund og urðu í sjöunda og áttunda sæti í unglingaflokki. Ylfa Lind bætti tímann sinn í sundinu og setti nýtt aldursflokkamet, hún synti á 1:04,46, gamla metið átti hún sjálf 1:04,52.

Vala Dís bætti einnig tímann sinn í sundinu en hún synti á 1:04,67 en gamli tími hennar var 1:07,73, flott bæting hjá henni.

Sunna Arnfinnsdóttir synti 200m baksund á tímanum 2:20,99 og varð í 7. sæti í unglingaflokki.

Patrik Viggó synti 100m baksund og varð fimmti á tímanum 55,26 sem er bæting á hans besta tíma.

Bergur Fáfnir keppti í unglingaflokki í sömu grein á tímanum 56,70 sem er góð bæting á hans besta tíma, 57,39.

Kristín Helga varð í 5 sæti í 100m skriðsundi á tímanum 56,86 sem er alveg við hennar besta tíma.

Vala Dís synti í unglingaflokki í sömu grein á tímanum 57,08 og varð í sjöunda sæti á nýju aldursflokkameti, gamla metið átti Sigrún Brá Sverrisdóttir, 57:31 sett í desember árið 2004.

Eva Margrét synti 200m fjórsund á tímanum 2:19,38 og varð í 6 sæti.  Í unglingaflokki í sömu grein synti Sunneva Bergman á tímanum 2:24,09 og varð einnig í sjötta sæti.

Þær Kristín Helga, Freyja Birkisdóttir, Steingerður Hauksdóttir og Vala Dís Cicero syntu 4x 100m skriðsundi kvenna á tímanum 3:50,27 og urðu í 5. sæti í fullorðinsflokki.

Unglingasveitin sem var skipuð þeim Nadju Djurovic, Ylfu Lind, Katju Lilju og Sunnu Arnfinnsdóttur settu unglingamet í 4x 100m skriðsundi, þær synti á tímanum 3:59,67 og urðu í 7. sæti.

Ísland átti unglingasveit í 4x100m skriðsundi karla en hún var skipuð þeim Birni Frey, Guðmundi Karli, Guðmundi Leo og Veigari Hrafni.  Þeir syntu á tímanum 3:26,79 og settu um leið nýtt unglingamet, en gamla metið var 3:28,63, sveitin varð í sjöunda sæti.

Lokagrein mótsins var blandað boðsund í 8x50m skriðsundi, sveitin synti á tímanum 3:18,31 og var skipuð þeim Birni Frey, Patrik Viggó, Daða, Guðmundi Leo, Kristínu Helgu, Freyju, Steingerði og Völu Dís.

Þá er Norðurlandameistaramótinu árið 2022 lokið.

Sundsambandið óskar öllu sundfólkinu innilega til hamingju með glæsilegan árangur á mótinu.

Eitt gull, eitt silfur og þrjú brons á mótinu gefur góð fyrirheit um að framtíðin sé björt hjá íslenska sundfólkinu.

Til baka