Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gull og brons á NM í dag

11.12.2022

Birnir Freyr Hálfdánarson varð Norðurlandameistari í 200m fjórsundi á tímanum 2:00,15 á Norðurlandmeistaramótinu sem fram í Bergen þessa dagana.

 Hann synti í unglingaflokki, og bætti tímann sinn um tæpar 2 sekúndur, gamli tíminn hans var 2:01,96, Þessi tími er jafnframt nýtt unglingamet, en gamla metið átti Kristinn Þórarinsson, 2:00,70 sem hann setti árið 2013.

Veigar Hrafn synti í unglingaflokki í sömu grein á tímanum 2:08,60, sem einnig er bæting, gamli tími hans var 2.09,50.

Björn Yngvi Guðmundsson tryggði sér bronsverðlaun í 1500m skriðsundi, þegar hann synti á tímanum 15:57,13. Björn stórbætti tímann sinn í greininni, en gamli tíminn hans er16:10,61.

Þær Eva Margrét og Sunneva Bergman syntu til úrslita í 400m fjórsundi, Eva synti á 4:56,22 og varð í 4. sæti í flokki fullorðinna. Sunneva synti á 5:05,80 og varð í 7. sæti í unglingaflokki.

Í 200m skriðsundi kvenna syntu þær Kristín Helga, Freyja Birkisd og Vala Dís.               

Kristín Helga synti á 2:03,33 og var í 7. sæti í flokki fullorðinna. Freyja synti á 2:02,54 og hafnaði í 4. sæti í flokki unglinga og bætti tíma sinn um 1 sekúndu.  Vala Dís synti á 2:03,90 og var í 6. Sæti, líka í flokki unglinga og bætti tíma sinn um 2 sekúndur.

Í 100m baksundi í fullorðins flokki synti Steingerður Hauksdóttir á tímanum 1:03,38 og hafnaði í 4. sæti.

Í 50m bringusundi var keppt í opnum flokki og þar syntu þeir Daði Björnsson og Snorri Dagur. Snorri Dagur hafnaði í 5. sæti á tímanum 27,46 sem einnig er nýtt unglingamet. Fyrra metið 27,49 var í eigu Daða Björnssonar.  Daði synti einnig 50m bringusund en var dæmdur ógildur.

Einnig er keppt í opnum flokki í 50m flugsundi, þar synti Vala Dís á 28,35 og setti nýtt aldursflokkamet og hafnaði í 8 sæti, hún bætti tíma sinn, en gamli tíminn var 28,44

Ísland var með 2 sveitir í boðsundi kvenna. Í fullorðinsflokki í 4x100m fjórsund syntu þær Steingerður, Eva Margrét, Kristín Helga og Vala Dís á tímanum 4:17,82 og enduði í 5. sæti.

Í unglingaflokki í sömu grein syntu þær Sunna, Katja Lilja, Ylfa Lind og Nadja á tímanum 4:24,34 og voru í 7. sæti  

Í flokki fullorðinna í 4x100m fjórsundi karla syntu þeir Patrik, Daði, Símon Elías og Guðmundur Karl á tímanum 3:41,80 og höfnuði í 6. Sæti.

Í flokki unglinga í sömu grein syntu þeir Guðmundur Leó, Snorri Dagur, Birnir Freyr og Veigar Hrafn, á 3:43, 72. Strákarnir lentu í 4. sæti á nýju unglingameti, gamla metið var 3:46,88

Glæsilegur árangur hjá íslenska hópnum í dag. Loka dagur Norðurlandameistaramótsins er á morgun, 13. desember. Það verður spennandi að fylgjast með hópnum í fyrramálið í undanúrslitum.

 

Myndir með frétt

Til baka