Beint á efnisyfirlit síðunnar

Silfur og brons á NM í dag

10.12.2022

Fyrsta úrslita hluta á Norðurlandameistaramótinu í sundi, sem fer fram í Bergen, var rétt í þessu að ljúka.

Snorri Dagur hlaut silfur verðlaun í 100m bringusundi í unglingaflokki á nýju unglingameti 1:00,04 gamla metið setti hann á ÍM25 í nóvember, 1:00,31. Daði Björnsson synti í fullorðinsflokki í sömu grein á tímanum 1:00,69 og varð fjórði.

Patrik Vilberg Viggósson synti í úrslitum í 200m baksundi, hann synti á tímanum 1:59,17 og tryggði sér bronsverðlaun.

Í 400m skriðsundi kvenna syntu þær Freyja Birkisdóttir og Katja Lilja. Freyja synti á tímanum 4:16,99, bætti tímann sinn um 2 sekúndur og varð í fjórða sæti. Katja Lilja varð í fimmta sæti á tímanum 4:22,52 sem er bæting hjá henni.

Veigar Hrafn synti 400m skriðsund á tímanum 4:00,85 sem er alveg við hans besta tíma og varð í 8 sæti.

Steingerður Hauksdóttir synti 50m baksund á tímanum 28,35 og varð í fjórða sæti.

Í 100m flugsundi í fullorðins flokki syntu þeir Símon Elías og Fannar Snævar. Símon synti á 53,67 sem er bæting hjá honum, hann varð í 5 sæti. Fannar synti á tímanum 55,64 sem er rétt við hans besta tíma, hann varð 8 í sundinu. Í unglingaflokki í sömu grein synti Birnir Freyr á tímanum 54,63 sem er alveg við hans besta tíma, 54, 60.

Eva Margrét synti 200m bringusund á tímanum 2:35,96 og varð í fimmta sæti.

Ísland var með tvær sveitir í boðsundi í þessum hluta. Í fullorðinsflokki í 4x200m skriðsundi kvenna syntu þær Kristín Helga, Freyja, Vala Dís og Eva Margrét. Stelpurnar syntu á tímanum 8:15,76 og höfnuðu í 4. sæti. Í unglingaflokki í 4x200m skriðsundi karla syntu þeir Birnir Freyr, Guðmundur Karl, Guðmundur Leó og Veigar Hrafn. Strákarnir syntu á 7:30,25, sem er nýtt unglingamet og urðu í 6. sæti.

Frábær dagur að baki hjá íslenska hópnum. Það verður spennandi að fylgjast með næstu dögum. 

 

Til baka