Beint á efnisyfirlit síðunnar

Norðurlandameistarmótið hófst í morgun, 13 einstaklingar í úrslitum í dag

10.12.2022

 20 sundmenn synda fyrir hönd Íslands á Norðurlandameistaramótinu í sundi nú um helgina. Í morgun fóru fram undarnrásir og komust 13 einstaklingar í úrslit sem fram fara í dag.  

Patrik Viggó Vilbergsson er með besta tímann inn í úrslit í 200m baksundi í fullorðins flokki en hann synti á tímanum 1:59,94 og er það bæting á hans besta tíma.  Í unglingaflokki í sömu grein synda þeir Bergur Fáfnir og Guðmundur Leó í úrslitum, en þeir eru með sjötta og sjöunda besta tímann.

Þær Freyja Birkisdóttir og Katja Lilja synda í úrslitum í 400m skriðsundi. Freyja er með annan besta tímann, en hún synti á 4:18.99 í morgun og Katja Lilja er með 6 besta tímann, hún synti á tímanum 4:27,73. Þær keppa báðar í unglingaflokki.

Veigar Hrafn sem syndir einnig í unglingaflokki. Eftir undanrásir í morgun er hann með áttunda besta tímann inn í úrslit í 400m skriðsundi, en hann synti á 4:03, 33.  

Steingerður Hauksdóttir synti 50m baksund á tímanum 28,32 og er þriðja inn í úrslitin í dag í flokki fullorðinna.

Í 100m flugsundi karla er Símon Elías í úrslitum en hann er með fjórða besta tímann eftir undirrásirnar í morgun en hann synti á tímanum 54,92. Í sömu sundgrein synti  Fannar Snævar og er hann með sjöunda besta tímann, 55,05. Símon og Fannar  keppa báðir í flokki fullorðinna. Í unglingaflokki í 100m flugsundi syndir Birnir Freyr og er hann með fjórða besta tímann 54,83

Eva Margrét er fimmta inn í úrslitin í dag í 200m bringusundi í flokki fullorðna en hún synti á tímanum 2.35,65 í morgun. Í 100m bringusundi karla er Daði Björnsson með fimmta besta tímann en hann synti á 1:01,43 í morgun. Daði keppir í flokki fullorðna.  Snorri Dagur keppir í úrslitum í flokki unglinga í sömu grein en hann synti í morgun á 1:02,27 og er með fjórða besta tímann inn í úrslitasundið.  

Það verður virkilega gaman og spennandi að fylgjast með sundfólkinu í úrslita hlutanum en hann hefst kl 16:00 á íslenskum tíma.

Hægt er að horfa á streymi : hér

Úrslit er hægt að finna hér : hér

 

 

Til baka