Beint á efnisyfirlit síðunnar

Snæfríður Sól bikarmeistari með liði sínu í Danmörku

20.11.2022

Snæfríður Sól Jórunnardóttir varð bikarmeistari um helgina með liði sínu Aalborg Svømmeklub, en þetta er í fjórða skipti á síðustu 10 árum sem liðið nær þessum titli sem þykir mjög góður árangur í Danmörku.

 

Snæfríður Sól átti frábært mót um helgina,hún bætti árangur sinn í öllum sínum greinum, og sigraði í þeim öllum.  Hún tvíbætti Íslandsmetið í 100m skriðsundi og setti einnig met í 200m skriðsundi. 

 

Glæsilegur árangur hjá Snæfríði Sól sem heldur til Ástralíu í byrjun desember, þar sem hún verður við æfingar þar til HM25 hefst í Melbourne 13. desember.

 

Stigstaða bikarkeppninnar.

  1. Aalborg Svømmeklub                   53.872
  2. Hovedstadens Svømmeklub       52.551
  3. Sigma Swim                                    50.990
  4. Gladsaxe Svømmeklub                 49.614
  5. Svømmeklubben Kvik, Kastrup   49.031
  6. Vejle Svømmeklub                        48.636
  7. Agfs Svømmeafdeling                   48.058
  8. Helsingør Svømmeklub                46.382
  9. Aarhus Swim                                  45.989

 

Myndir með frétt

Til baka