Beint á efnisyfirlit síðunnar

Íslands- og Unglingameistaramóti í 25m laug, sem fram fór í Ásvallalaug í Hafnarfirði um helgina, lauk nú í kvöld.

20.11.2022

Íslands- og Unglingameistaramóti í 25m laug, sem fram fór í Ásvallalaug í Hafnarfirði um helgina, lauk nú í kvöld.

Í síðustu grein dagsins setti sveit SH nýtt Íslandsmet í 4x100m fjórsundi karla. Þeir syntu á tímanum 3:42,37, gamla metið var 3.43,22 og átti sveit ÍRB það.

Sveitina skipuði þeir : Kolbeinn Hrafnkelsson, Birnir Freyr Hálfdánarsson, Snorri Dagur Einarsson og Símon Elías Statkevicius.

Í sama sundi setti sveit SH 2 unglingamet á tímanum 3:45,48  og sveit SH 3 setti nýtt aldursflokkamet á tímanum 4:05.48 

Sveit SH 2 skipuðu þeir : Bergur Fáfnir Bjarnason Daníel Lúkas Tómasson,Daði Björnsson og Veigar Hrafn Sigþórsson.

Sveit SH 3 skipuðu þeir : Magnús Víðir Jónsson, Hólmar Grétarsson ,Arnar Logi Ægisson og Björn Yngvi Guðmundsson.

Ylfa Lind Kristmansdóttir setti nýtt aldursflokkamet í 100m flugsundi, en hún synti á tímanum 1:04,52. Gamla metið átti hún sjálf 1:04,68 sett í sumar.

Það var virkilega góð stemmning í Ásvallalaug um helgina og árangur heilt yfir mjög góður.

Sett voru 2 Íslandsmet, 5 unglingamet og 4 aldursflokkamet og mikið var um góðar bætingar.

Það er sannarlega hægt að gleðjast yfir þessum góða árangri um helgina og allri umgjörð mótsins.

Besta afrek í kvennaflokki á mótinu samkvæmt FINA stigtöflu vann Freyja Birkisdótti fyrir 400m skriðsund en hún fékk 738 stig.

Besta afrek í karlaflokki samkvæmt stigatöflunni vann Snorri Dagur Einarsson fyrir 100m bringusund, en hann fékk 770 stig.

Að lokum var valið landslið Íslands í sundi sem mun taka þátt í Norðurlandameistaramótínu sem fram fer í Bergen 8. – 13 .desember.

Landsliðið fyrir NM skipa þau :

Bergur Fáfnir Bjarnason         SH

Birnir Freyr Hálfdánarsson     SH

Björn Ingvi Guðmundsson     SH

Daði Björnsson           SH

Einar Margeir Ágústsson        ÍA

Eva Margrét Falsdóttir           ÍRB

Fannar Snævar Hauksson       ÍRB

Freyja Birkisdóttir      Breiðablik

Guðmundur Karl Karlsson      Breiðablik

Guðmundur Leó Rafnsson      ÍRB

Katja Lilja Andriysdóttir        SH

Kristín Helga Hákonardóttir   SH

Nadja Djurovic            Breiðablik

Patrik Viggó Vilbergsson        SH

Símon Elías Statkevicius        SH

Snorri Dagur Einarsson           SH

Steingerður Hauksdóttir         SH

Sunna Arnfinnsdóttir  Ægir

Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir    ÍRB

Vala Dís Cicero           SH

Veigar Hrafn Sigþórsson        SH

Ylfa Lind Kristmannsdóttir    Ármann

 

Íslandsmeistarar dagsins: Unglingameistarar dagsins:
400m fjórsund karlar 400m fjórsund karlar
Enrique Snær Llorens Sigurðsson ÍA Veigar Hrafn Sigþórsson SH
1500m skriðsund konur 1500m skriðsund konur
Freyja Birkisdóttir Breiðablik Freyja Birkisdóttir Breiðablik
200m baksund konur 200m baksund konur
Sunna Arnfinnsdóttir Ægi Sunna Arnfinnsdóttir Ægi
200m skriðsund karlar 200m skriðsund karlar
Birnir Freyr Hálfdánarsson SH
Birnir Freyr Hálfdánarsson SH
100m flugsund konur 100m flugsund konur
Kristín Helga Hákonardóttir SH Eva Margrét Falsdóttir ÍRB
50m flugsund karlar 50m flugsund karlar
Símon Elías Statkevicius SH Fannar Snævar Hauksson ÍRB
50m bringusund konur 50m bringusund konur
Katja Lilja Andriysdóttir SH Eva Margrét Falsdóttir ÍRB
200m bringusund karlar 200m bringusund karlar
Daði Björnsson SH   Daði Björnsson SH
100m skriðsund konur 100m skriðsund konur
Kristín Helga Hákonardóttir SH Vala Dís Cicero SH
100m baksund karlar 100m baksund karlar
Fannar Snævar Hauksson ÍRB Fannar Snævar Hauksson ÍRB
200m fjórsund konur 200m fjórsund konur
Eva Margrét Falsdóttir ÍRB Eva Margrét Falsdóttir ÍRB
800m skriðsund konur 800m skriðsund konur
Freyja Birkisdóttir Breiðablik Freyja Birkisdóttir Breiðablik
4x50m skriðsund blandað
Sveit SH1
4x100m skriðsund konur
Sveit SH 1
4x100m skriðsund karlar
Sveit SH 1

Myndir með frétt

Til baka