Beint á efnisyfirlit síðunnar

ÍM25 hófst í morgun - tvö unglingamet litu dagsins ljós

18.11.2022

Íslands- og Unglingameistaramótið í 25m laug hófst í morgun í Ásvallalaug, Hafnarfirði,

Undanrásir hófust með látum í morgun með því að tvö unglingamet litu dagsins ljós.

Það var fyrst Daði Björnsson sem bætti sitt eigið met í 100m bringusundi á tímanum 1:00,67, gamla metið var 1:01,12 sem hann setti í október, flott bæting hjá Daða.

Boðsundsveit ÍRB setti unglingamet í 4x50m fjórsundi kvenna. Þær syntu á tímanum 1:59,35,

gamla metið var 1:59,43 og var í eigu SH. Sveitin var skipuð þeim Ástrósu Lovísu Hauksdóttur, Elísabetu Arnoddsdóttur, Evu Margréti Falsdóttur og Sunnevu Bergmann Ásbjörnsdóttur

Úrslitahlutinn hefst kl 16:30 í dag og það má búast við spennandi keppni  í mörgum greinum seinnipartinn.

Úrslit er hægt að finna hér : úrslit

Myndir með frétt

Til baka