Beint á efnisyfirlit síðunnar

Anton Sveinn á World Cup í Toronto

30.10.2022

Anton Sveinn tekur nú þátt í FINA World Cup mótaröðinni sem fram fór um helgina í Toronto og um aðra helgi í Indianapolis. 

Anton synti 100m bringusund á tímanum 59,52, 50m bringusund á tímanum 27,68 og 200m bringusund á tímanum 2:09,02. 

Þessi mót er liður í undirbúningi Antons fyrir HM25 sem fram fer í Melbourne í Ástralíu í desember en  Anton er í þungu æfingaprógrammi þessa dagana og er því ekki hvíldur fyrir þessi mót.

Til baka