Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fínar bætingar á World Cup í morgun

23.10.2022

Síðasti dagurinn á World Cup í Berlín var í dag. 

Sundfólkið okkar átti flottan morgun í lauginni í Berlín, Freyja Birkisdóttir synti snemma í morgun 800m skriðsund á tímanum 8.51,95 sem er nálægt hennar besta tíma, 8.50,44

Einar Margeir og Daði Björnsson syntu báðir undir sínum bestu tímum í 200m bringusundi.  Einar synti á 2.17.49, en hann átti best fyrir 2.21,74.  Daði synti á tímanum 2.16,92 en gamli tíminn hans var 2.17,37.

Steingerður Hauksdóttir synti 100m skriðsund og bætti einnig tímann sinn, hún synti á 58,04, gamli tími hennar var 58,11. 

Símon Elias og Birnir Freyr syntu 50m flugsund í morgun, Símon synti á tímanum 24,76, sem er alveg við hans besta tíma 24,49. Birnir synti á tímanum 25,54, hans besti tími er 24,68.

Fínn árangur hjá okkar fólki í Berlín, mikið um bætingar og tvö unglingamet litu dagsins ljós. Næst á dagskrá hjá sundfólkinu er Extra mót SH sem fer fram um næstu helgi.

Síðan er það lokaundirbúningur fyrir ÍM25 sem fram fer 18. - 20 nóvember. 

Næsta mót í World Cup mótaröðinni er í Toronto um næstu helgi en þar mun Anton Sveinn McKee synda og helgina þar á eftir verður síðasta mótið í mótaröðinni í Indianapolis þar sem Anton Sveinn, Jóhanna Elín og Patrik Viggó munu taka þátt. 

Eyleifur Jóhannesson yfirmaður landsliðsmála hjá SSÍ verður með sundfólkinu á þeim mótum. 

 

Til baka