Beint á efnisyfirlit síðunnar

World Cup í Berlín hófst í morgun

21.10.2022

World Cup hófst í Berlín í morgun og stakk Freyja Birkisdóttir sér fyrst til sunds í morgun í 400m skriðsundi.  Hún synti á tímanum 4.21, 18 sem er alveg við hennar besta tíma. 

Steingerður Hauksdóttir synti 50m baksund á tímanum 28,65 og 50m skriðsund á tímanum 26,11. 

Daði Björnsson synti 100m bringusund á tímanum 1.01,43 sem er alveg við hans besta tima sem hann setti í september. Daði synti einnig 100m fjórsund á tímanum 59,14.

Einar Margeir Ágústsson synti einnig 100m bringusund á tímanum 1.04,03, sem er alveg við hans besta tíma.  Einar synti einnig 100m fjórsund og setti persónulegt met, 58,80.

Birnir Freyr Hálfdánarson synti 100m flugsund á tímanum 56,37, Birnir synti einnig 100m fjórsund og bætti þar sinn besta tíma, 58,50. 

Símon Elías Statkevicius synti 100m flugsund á persónulegu meti, 54,20, hann synti einnig 50m skriðsund á tímanum 23,16

Fínn árangur á World Cup í morgun hjá okkar fólki. 

 

Til baka