Beint á efnisyfirlit síðunnar

Frá formanni til félaga

13.09.2022

Kæru félagar

 

Ég vil byrja á þakka þeim sem mættu á formannafundinn í síðustu viku og matsfundinn þar sem fjallað var um SMÍ og AMÍ.  Á fundunum sköpuðust skemmtilegar og uppbyggilegar umræður um þau mál sem eru efst á baugi hjá okkur.  

Á fundunum komu einnig  fram góðar tillögur um hvað mætti fara betur á mótunum tveimur sem sannanlega verður reynt að taka mið af þeim eftir því sem frekast er unnt.  

 

Það er gaman að segja frá því að Leifur Guðni Grétarsson mun annast mótamálin hjá okkur í vetur og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir mun starfa með honum að markaðs- og miðlunarmálum.

 

Það er nóg að gera á næstunni og mikið af mótum og verkefnum almennt.  Stjórn SSÍ átti í síðustu viku góðan stefnumótunarfund með leiðsögn Dale Carnegie á Íslandi  þar sem umfjöllunarefnið var mótamál og hvernig við getum bætt um betur þannig að upplifun allra verði betri. 

 

Að gefnu tilefni þá viljum við hnykkja á reglugerð um félagaskipti hjá okkur sem hægt er að sjá á  meðfylgjandi slóð hér

Reglur um félagaskipti eru til í gildi hjá flestum sérsamböndum og hafa verið eðlilegur hluti af starfsemi þeirra. Reglur um félagaskipti eru aðallega hugsuð til að skapa meira stöðugleika í starfi félaga, vernda t.a.m. félögin sem fjárfest hafa í mannauði og aðstöðu fyrir sundiðkendur, keppendur,  þannig að þau missi ekki liðsmenn rétt fyrir stórmót vegna óvæntra atvika. 

 

Borið saman við aðrar íþróttagreinar þá er meiri sveigjanleiki í sundíþróttinni en í mörgum öðrum íþróttagreinum þar sem einungis er opið fyrir félagaskipti 2-3 sinnum á ári, það getur verið íþyngjandi fyrir keppendur.

 

Við hjá SSÍ höfum kosið síðastliðin a.m.k  25 ár að hafa alltaf opið á félagaskipti allt árið en samt þannig að viðkomandi keppandi  getur ekki keppt á mótum í 30 daga frá því að tilkynning um félagaskipt berst.   

Í lang flestum tilfellum er hægt að aðlaga þetta þannig í tíma  að viðkomandi keppandi missi ekki af stærstu mótunum.     

Góðar kveðjur og gangi ykkur vel.

Myndir með frétt

Til baka